Þau ummæli Össurar Skarphéðinssonar að enginn munur sé á Pírötum og Samfylkingunni hafa vakið nokkra athygli. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Engin þörf fyrir kynjakvóta
Ég held að kynjakvótar séu almennt afleit aðferð til þess að jafna kynjahlutföll, einkum í stjórnmálum og sú hugmynd að taka upp kynjakvóta á Alþingi stríðir beinlínis gegn lýðræðinu. Halda áfram að lesa
Stafrófsþulan
Þessa stafrófsþulu kenndi amma Sigga mér þegar ég var lítil og væntanlega hafa systkinin í Steinholti kunnað hana. Ég hafði gleymt tveimur hendingum úr henni en með hjálp fésbókar tókst að rifja þær upp. Halda áfram að lesa
Hulla fékk inni í ljósmæðranámi
Brauð og leikar
Ferðalok
Þegar við vorum komin í gegnum Hvalfjarðargöngin ók Áttavitinn til baka í átt að Hvalfirði. Við fórum nú samt ekki lengra en að Meðalfellsvatni en þar leituðum við lengi dags að gamla kofanum afa og ömmu sem Hulla uppástóð að hefði verið færður og stæði þar einhversstaðar enn. Við stelpurnar vorum þar mikið sem börn og oft var pabbi með líka. Ekki fundum við bústaðinn (eða öllu heldur kofann) enda vafalaust löngu búið að rífa hann.
Akranes
Þegar við komum að Grímsstöðum á mánudagskvöld, uppgötvaði ég að ég hafði týnt símanum mínum. Sem betur fer var þetta ekki óbætanlegur snjallsími heldur gamli nokiasíminn sem ég fékk þegar Hulla yngdi upp. Ég reiknaði ekki með að finna hann aftur en við stoppuðum við Borgarnes þar sem við höfðum borðað nesti á mánudeginum því þar mundi ég síðast eftir honum. Og haldiði að hann hafi ekki bara legið þar í grasinu. Sem betur fer hafði ekkert rignt og síminn er í fínu lagi. Halda áfram að lesa