Í dag fagna Íslendingar afmæli lýðveldis á Íslandi. Að þessu sinni hafa yfirvöld ákveðið að vegna hryðjuverkaógnar muni lögreglumenn vopnaðir skammbyssum ganga um götur, þjóðinni til verndar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Ummæli vikunnar
Prófsýning
Ég fékk skýringar á einkunnagjöf fyrir eitt prófanna minna í dag. Ein kennslukona Lagadeildar var svo elskuleg að taka á móti mér þótt ég eigi í raun engan rétt á því fyrst ég gat ekki mætt í prófsýningu á auglýstum tíma. Halda áfram að lesa
Dylgjur Páls Magnússonar í garð Álfheiðar Ingadóttur
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur kallað eftir gagnsæi varðandi viðbúnað við hryðjuverkaógn. Þetta finnst Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, alveg stórfurðulegt. Gagnsæi gæti nefnilega gagnast hryðjuverkamönnum. Halda áfram að lesa
Kostkó „bouquet“
Ég hef aldrei komið í Kostkó og hef enga skoðun á þeirri búð. Mér finnst dálítið krúttlegt hversu margir voru með Kostkó á heilanum dögum saman í kringum opunina, og reyndar margir sem eru það enn, bæði fólk sem er emjandi af gremju yfir því að þessi verslun skuli hafa opnað á Íslandi og aðrir sem eru í nánast trúarlegri vímu yfir öllu ódýra fíneríinu sem þar mun fást. Halda áfram að lesa
Post mortem
Bloggið er dautt. Þá á ég við perónulega bloggið sem var vinsælt á árunum 2002-2012, þar sem fólk sagði sögur úr hversdagslífi sínu og viðrar pælingar sínar um daginn og veginn. Ekki reyndar alveg steindautt en Þórdís Gísladóttir er kannski síðasti móhíkaninn. Halda áfram að lesa
Þarf að taka mark á kjósendum?
Theresa May bað um skilaboð um afstöðu kjósenda til Brexit. Hún fékk skýr skilaboð en ekki þau sem hún bjóst við þegar hún boðaði til kosninga. Hún ætlar ekki að stíga til hliðar þrátt fyrir það, vilji kjósenda skiptir ekki máli nema þegar það hentar henni. Halda áfram að lesa