Viðbrögð við grein Hildar Knútsdóttur

Nokkrar athugasemdir í tilefni af þessari grein:

Þeir sem gagnrýna feminista eru aðallega karlar sem hafa andskotans engin völd að verja en eru ósáttir við að vera úthrópaðir sem kúgarar og ofbeldismenn og finnst að mörgu leyti halla á karlmenn. Hinsvegar konur sem telja að sumar áherslur feminista stríði gegn hagsmunum kvenna og stuðli að verra samfélagi. Halda áfram að lesa

Að losa sig við vesen

Það er fjandans vesen að vera manneskja. Maður þarf að standa í allskonar miserfiðum og leiðinlegum verkefnum, svo sem að uppfæra vírusvörnina og bursta tennurnar og allskonar. Mesta vesenið er þó að þurfa að umbera vesenið á öðru fólki. Halda áfram að lesa

Kynlífstæknar og gleðimenn

paying-hooker-elite-daily

Guðmundur Andri Thorsson kallar vændiskaupendur „vændismenn“. Ég hef séð þetta orð sem og „vændiskarlar“ notað um viðskiptavini vændiskvenna á fleiri stöðum. Skil í raun vel að fólki þyki óviðeigandi að nota orðið vændiskúnni. Það getur nefnilega átt við um fólk af báðum kynjum og þar með felur orðið ekki í sér nógu mikla áherslu á það að allur viðbjóður sé í eðli sínu karlkyns. Halda áfram að lesa

Kvennaþáttur um nærbuxur og facebook

you_like_this_womens_boy_briefMér gramdist þegar hugmyndir um sjónvarpsþátt fyrir konur sem hafa áhuga á einhverju öðru en tísku og karlmönnum fengu engar undirtektir. Ekki af því að sé ekki allt í lagi með þátt um þessa hluti sem almennt er viðurkennt að höfði til kvenna, heldur finnst mér bara svo sjúkt og rangt að svo fáari konur taki þátt í því að móta samfélag sitt og ég held að það þurfi kannski aðeins öðruvísi efni til að höfða til okkar en karlmanna. Þessvegna vildi ég sjá svoleiðis þátt. Þátt sem vekur áhuga minn á t.d. efnahagsmálum, skipulagsmálum og öðrum hlutum sem koma mér við en ég eyði litlum tíma í að setja mig inní og enn minni tíma í að tala um. Halda áfram að lesa