Þetta er ekkert á mörkum þess sem margir telja ósiðlegt heldur fer þetta langt út fyrir þau enda er þarna verið að daðra við sifjaspell. Ótrúlega mörgum að þeim komi erótísk sambönd annars fullorðins fólks eitthvað við og bara ágætt hjá Lake & Stars að ögra tepruskapnum aðeins. Það er svo aftur verra mál að nærfötin eru forljót og stellingin á efri myndinni er mjög óeðlileg svo líklega selja þessar auglýsingar aðallega erótískar fjölskyldufantasíur.
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Og svo heldur Ögmundur að það sé engin hætta á að forvirkar rannsóknarheimildir verði notaðar til að njósna um grasrótarhreyfingar. Það þarf ekki einu sinni heimildir til.
Betri skilgreining
Stefán kveikti á útvarpinu. Lísa Páls á flakki, einmitt að hefja viðtal við jafnréttisfulltrúa HÍ. Stefán leit á mig sposkur á svip.
,,Ætli þau komist að þeirri niðurstöðu að konur séu fórnarlömb háskólans,“ sagði hann en ógeð mitt á fórnarlambsvæðingu kvenna hefur ekki farið fram hjá honum. Halda áfram að lesa
Undarlegur dómur
Smugan greinir frá því að í Oslo hafi nauðgunardómur verið mildaður vegna heyrnarleysis nauðgarans.
Það er bara ein lausn á þessu vandamáli, að taka upp alþjóðlegt tákn um að nauðgun sé afþökkuð og tattóvera það á ennið á öllum konum. Auðvitað kæmi til greina að kenna öllum konum að segja nei á táknmáli en þar sem getur verið erfitt um vik að nota táknmál rétt á meðan einhver er að draga mann inn í húsasund, dugar sú aðferð ekki.
Annars vekur þetta líka spurningar um það hvort útlendingar eigi ekki að fá refsiafslátt. Hvað ef nauðgarinn kann ekki orð í Norðurlandamálum eða ensku, er þá nokkuð hægt að ætlast til þess að hann átti sig á því hvað konan á við þegar hún gargar, lemur frá sér, berst um, grætur, biður, lippast niður eða frýs af skelfingu?
Falskar minningar
Martraðir bernsku minnar snerust um hyldýpi. Að detta fram af björgum, niður um holræsi, ofan í skurð. Í draumunum voru mamma mín og amma alltaf nálægar en þær björguðu mér ekki. Stundum ýttu þær mér fram af brúninni. Ég vaknaði hljóðandi og kaldsveitt en neitaði að tjá mig um efni martraðarinnar. Halda áfram að lesa
Sjálfskoðun súkkulaðikaupandans
Mér skilst að stór meirihluti kvenna taki súkkulaði fram yfir kynlíf. Reyndar líka facebook, farsíma og ýmislegt annað en höldum okkur við súkkulaðið í bili. Halda áfram að lesa
Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir
Óskað var eftir áliti mínu á áformum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Hér er sú umsögn sem ég sendi inn.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Þingskjal 26 — 26. mál.)
Fyrir Alþingi liggur nú ályktun um að innanríkisráðherra skuli falið að vinna og leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir. Með því er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Halda áfram að lesa