The Guardinan birtir niðurstöður nýjustu bullrannsóknar Melissu Farley og Smugan tengir á spekina. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir
Um daginn birti ég stuttan pistil þar sem ég dró saman aðalatriðin í umsögn minni um þingsályktunartillögu um forvirkar rannsóknarheimildir. Ég hef nú sent hana inn til birtingar. Hér er tengill fyrir þá sem hafa áhuga.
Búrkubann
Þetta er ágætt dæmi um lög sem sett eru til að vernda konur eða frelsa þær (að sögn) án þess að þær séu spurðar álits og sennilega í óþökk þeirra. En lögin beinast auðvitað ekki gegn þeim. Þær eru bara of kúgaðar til að hafa vit á því hvernig þær vilja klæðast.
Stráreður vikunnar
Einhvernveginn snerist umræðan um klámvæddu móðurástina upp í pælingar um soralegt ímyndunarafl Maríu Lilju sem stakk upp á hugsanleika þess að eldiviðardrumbarnir væru reðurtákn. Mér finnst kostulegt að fólk skuli velja að beina athyglinni að því smáatriði fremur en því sem málið snýst um, sem er einhverskonar daður við sifjaspell, leikur að hugmyndinni um fegurðarsamkeppni móður og dóttur, tilraun til að má út mörkin milli ástúðlegs sambands og erótísks, kannski fleira. Halda áfram að lesa
Að hata feminista
Magnús Sveinn Helgason veltir fyrir sér þeirri orðræðu og heift sem viðgengst þegar rætt er um og við feminista og ég get svosem tekið undir margt af því sem hann segir. Skítkastið gengur stundum fram af manni.
Umsögn um njósnafrumvarpið
Ég hef verið beðin um að gefa umsögn um þingsályktunartillögu um að unnið skuli frumvarp til laga um forvirkar rannsóknarheimilidir.
Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Sennilega kemur það fáum sem kannast við mig á óvart að ég lýsi mig alfarið andvíga öllum hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir eða aðrar heimildir til innrásar í einkalíf borgaranna. Halda áfram að lesa
Bera foreldrar enga ábyrð?
Foreldrar senda börn sín í skólann, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, þótt þeir viti að þau séu lögð í einelti. Foreldrar horfa upp á maka sinn beita börnin ofbeldi, hvað eftir annað, jafnvel árum saman og gera ekkert í því. Foreldrar horfa upp sín eigin afkvæmi nídd og kvalin af öðru fullorðnu fólki og láta það viðgangast, jafnvel í aðstæðum þar sem barnið á sér engrar undankomu von, sbr. fréttina sem ég tengdi á.
Faðir drengsins var skipverji á skipinu og varð hann vitni að sumu því sem gert var við son hans. Haft er eftir honum í dómnum, að honum hefði fundist hann hafa brugðist drengnum með því að grípa ekki fyrr inn í en raun bar vitni. Hefði hann verið á sjó í 25 ár og aldrei upplifað hegðun eins og hafi tíðkast um borð í þessu skipi.
Og svo verður fólk hissa þegar maður segir að samfélagið einkennist af barnfyrirlitningu.