Sakfelldur fyrir smekkleysu

Geir

Geir Geir er gríííþarlega reiiiþur

Fyrrum forsætisráðherra, Geir Haarde, kom fyrir Landsdóm í dag. Hann var sýknaður af áburði um að bera aleinn ábyrgð á uppgangi kapítalisma í hinum vestræna heimi en sakfelldur fyrir einstök ósmekklegheit í starfi.

Geir er ekki gerð sérstök refsing fyrir smekkleysuna en þó bannað að gegna framar ráðherraembætti nema að því tilskildu að hann fái sér stílista.
Ari-TraustiDómfelldi sagðist í samtali við Pistilinn vera „gríííþarlega reiiiiþurr yfir dómnum“ Hann hefur þó fallist á að tileinka sér betri tískuvitund og mun hafa ráðið verðandi sameiningartákn þjóðarinnar sér til ráðgjafar.

Útlagi fær sér stílista

Jesaja spáaðili, sem var rekinn í útlegð á Skeiðarársand fyrir nokkrum vikum eftir þrálátar óspektir á almannafæri ásamt ítrekuðum tilraunum til að klámvæða vinnustaði Reykjavíkurborgar, er snúinn aftur til byggða. Mun hann hafa gert samkomulag við borgaryfirvöld um að fá sér stílista og predika dónaskap sinn einungis í óbyggðum.

Jesaja-1Kynjagleraugun eru ómissandi hluti af nýja lúkkinu

Jafnréttissamstarf við Kínverja?

Kona sem kennir sig við feminisma lét þau orð falla á umræðukerfi Smugunnar í gær að sú athygli sem ég fengi væri „dulbúið hamslaust kvenhatur samfélags sem þolir ekki að horfast í augu við sig sjálft.“

Nú hefur forsætisráðherra rætt aukið samstarf á sviði jafnréttismála við forsætisráðherra Kína. Ég reikna fastlega með að hugmyndin sé sú að við kvenhatarar, lærum eitthvað um jafnréttismál af Kínverjum. Því varla ætlar þjóð sem sjálf kúgar konur svona ofboðslega að fara að kenna öðrum?