Og af því að þú ert nú sennilega með það á hreinu að ég ætla ekki að fara að vanda um fyrir þér eða ljúga því að þér að þú verðir nauðgari af því að skoða klám, langar mig að biðja þig að hlusta aðeins á mig. Þú mátt gjarnan svara líka. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Sakfelldur fyrir smekkleysu

Geir er gríííþarlega reiiiþur
Fyrrum forsætisráðherra, Geir Haarde, kom fyrir Landsdóm í dag. Hann var sýknaður af áburði um að bera aleinn ábyrgð á uppgangi kapítalisma í hinum vestræna heimi en sakfelldur fyrir einstök ósmekklegheit í starfi.
Geir er ekki gerð sérstök refsing fyrir smekkleysuna en þó bannað að gegna framar ráðherraembætti nema að því tilskildu að hann fái sér stílista.
Dómfelldi sagðist í samtali við Pistilinn vera „gríííþarlega reiiiiþurr yfir dómnum“ Hann hefur þó fallist á að tileinka sér betri tískuvitund og mun hafa ráðið verðandi sameiningartákn þjóðarinnar sér til ráðgjafar.
Gestapistill vegna ummæla Guðrúnar Betu Mánadóttur
Mér hefur borist bréf sem ég fékk leyfi til að birta sem gestapistil Halda áfram að lesa
Útlagi fær sér stílista
Jesaja spáaðili, sem var rekinn í útlegð á Skeiðarársand fyrir nokkrum vikum eftir þrálátar óspektir á almannafæri ásamt ítrekuðum tilraunum til að klámvæða vinnustaði Reykjavíkurborgar, er snúinn aftur til byggða. Mun hann hafa gert samkomulag við borgaryfirvöld um að fá sér stílista og predika dónaskap sinn einungis í óbyggðum.
This is not funny!
Ég hef gaman af blæbrigðaríku máli og nýsköpun á því sviði. Hef t.d. tekið fagnandi nýmerkingum á borð við pylsupartý um samkomur þar sem karlar eru allsráðandi. Sjálf hef ég kallað pennann á bak við fuglahvísl amx smátittling og ég hló upphátt þegar ég heyrði hið bráðskemmtilega orð hrútskýring. Halda áfram að lesa
Nokkur af ofmetnustu fyrirbærum samtímans
Demantar
Eina ástæðan fyrir því að demantar eru svona fokdýrir er sú að framboðinu er handstýrt af demantamafíunni sem auk þess stundar þrælahald í ergi og gríð. Það þarf sérhönnuð tæki til að sjá muninn á zirconiasteinum og demöntum. Halda áfram að lesa
Jafnréttissamstarf við Kínverja?
Kona sem kennir sig við feminisma lét þau orð falla á umræðukerfi Smugunnar í gær að sú athygli sem ég fengi væri „dulbúið hamslaust kvenhatur samfélags sem þolir ekki að horfast í augu við sig sjálft.“
Nú hefur forsætisráðherra rætt aukið samstarf á sviði jafnréttismála við forsætisráðherra Kína. Ég reikna fastlega með að hugmyndin sé sú að við kvenhatarar, lærum eitthvað um jafnréttismál af Kínverjum. Því varla ætlar þjóð sem sjálf kúgar konur svona ofboðslega að fara að kenna öðrum?