Lúxuskrísa

Af og til lendi ég í ægilegri krísu yfir tenglastefnunni minni.

Tenglar á persónulegri vefsíðu geta nefnilega þjónað margvíslegum tilgangi. Þeir geta sagt eitthvað um eiganda síðunnar. T.d. hverja maður þekkir, hvað vekur áhuga manns og hverskonar vefbækur höfða til manns. Halda áfram að lesa

Fullkomnun

Sumir eru voða viðkvæmir fyrir því að maður notið orðið fullkomið. Halda því fram að fullkomnun sé ekki til. Það er nú meiri dellan. Fyrst orðið er til í málinu sé ég enga ástæðu til að nota það ekki. Fullkomið er einfaldlega það sem fer fram úr björtustu væntingum.

Bara ekkert vesen

Mig hefur alltaf langaði í draumamann. Karlmann sem mætir öllum mínum þörfum. Þörfinni fyrir nánd, ástúð, snertingu, athygli, viðurkenningu, skilning, virðingu, hreinskilni, tillitssemi, öryggi, húmor. Halda áfram að lesa