Ég fékk svar frá Kastljósinu.
Þeir sögðu já!
Þeir ætla að fjalla almennilega um AGS.
Ég er alveg glöð og allt það en einhvernveginn of útbrunnin til að njóta þess. Halda áfram að lesa
Ég fékk svar frá Kastljósinu.
Þeir sögðu já!
Þeir ætla að fjalla almennilega um AGS.
Ég er alveg glöð og allt það en einhvernveginn of útbrunnin til að njóta þess. Halda áfram að lesa
Ég ætla að vera Jesús á Öskudaginn. Semsagt með hárið slegið, í náttslopp og inniskóm. Ég ætla ekki í vinnu enda þrífst Jesús ekki í Nornabúðinni.
Elías: Ég held að ég viti hvað triggerar þetta karlhatur í þér.
Eva: Nú?
Elías: Ég þekki þig sennilega betur en nokkur annar og ég sé mynstur. Held ég.
Eva: Jæja, og ætlarðu að segja mér?
Elías: Kannski. Ef þú verður ekki örg yfir því að ég sé að sálgreina þig. Halda áfram að lesa
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/129641050061
Stundum sekk ég í karlfyrirlitningu sem getur enst vikum saman. Það undarlega er að þessi tímabil standa ekki í neinu sambandi við reynslu mína af tegundinni. Undanfarið hef ég t.d. ekki upplifað neitt sem getur skýrt það hversvegna mig langar beinlínis að fara illa með einhvern. Þ.e.a.s. bara einhvern. Helst einhvern ókunnugan. Ekki neinn sem ég þekki. Þetta er nefnilega ekkert persónulegt og mér líkar vel við flesta menn sem ég er í einhverjum tengslum við. Hins vegar vekur konseptið ‘karlmaður’ mér hvílíka andúð að ég hef beinlínis áhyggjur af því.
Og samt langar mig að vera hjá manni.
Af hverju endilega spendýr?
Pant vera bænamaur. Kvenkyns auðvitað. Þú getur verið kærastinn minn og þegar ég er búin að afgreiða þig, bít ég blíðlega af þér hausinn.
(Kræst ég verð að fara að komast yfir þessa karlfyrirlitningu. Þetta er bara ekkert í lagi.)
Ég hef hitt þá sem ég hef átt mök við á ýmsum stöðum.
Suma á trúarsamkomum, nokkra á vinnustöðum eða í skóla. Einn í fangelsi, tvo á veitingastöðum, tvo heima hjá fyrri bólfélögum, einn á internetinu, einn í hitakompu í Kringlunni, hann hafði hlýja nærveru.
Einn gerði mér áhuga sinn ljósan þar sem við tvímenntum á asna í fornsögulegri hellaborg. Það var erótískasti asni sem ég hef riðið.