Afmælisgjöf

Mig vantar afmælisgjöf handa konunni minni, sagði kúnninn. Klukkuna vantaði 4 mínútur í 6 og frúin þegar komin heim.

Við ráðlögðum honum að kaupa góða nuddolíu. Fara svo heim og taka almennilega til, skipta á rúminu, láta renna í dekurbað fyrir konuna og enda rómantíska kvöldstund á því að gefa henni gott nudd.

Málið var í rauninni dautt þegar Spúnkhildur notaði orðalagið „dekra við“ og um leið og ég nefndi tiltekt, byrjaði hann að fikra sig í átt að dyrunum.

Demantar virka líka, kallaði Spúnkhildur á eftir honum.

Ég skal veðja að hann hefur farið niður í Blómálf og keypt pottaplöntu.

Uhhh!

Rifjaði upp hvers vegna ég henti viðbótinni „Are you interested“ út síðasta sumar.
Úrvalið hefur lítið breyst. Hvern á maður nú helst að skoða betur? Þennan sem er með prófílmynd af hundinum sínum? Þennan sem er með prófílmynd af sjálfum sér 3ja ára? Eða þennan sem er með prófílmynd af sjálfum sér og konunni sinni í faðmlögum?

Fann reyndar fallega lopapeysu á Y og klikkaði á ‘browse people like me’. Fékk upp vatnsgreiddan fermingardreng frá Aberdeen, feitan kana um fimmtugt, hest…

Prófaði enn eina ferðina að máta Braga Valdimar Skúlason inn í erótíska fantasíu, en það er það væri bara eitthvað svo sjúkt og rangt við að sænga hjá manni sem kann á greiðu.

Nornabúðin lokar

Nornabúðin lokar formlega um næstu mánaðamót. Fram að því er það sem eftir er af lagernum til sölu á kostnaðarverði og húsgögn, skreytingar, leirtau, veggtjöld og annað smálegt á því verði sem hver og einn getur greitt.

Ef einhver vill ráða mig sem málfarsráðunaut, sagnaþul eða hafa mig á launum við að gera það sem mér bara sýnist hverju sinni, er viðkomandi beðinn að hafa samband. Einnig ef einhver reyklaus einhleypingur sem hyggst slíta stjórnmálasambandi við Ísland, er á förum til Stavanger og vantar leigufélaga.

 

Inngróinn

-Skrýtið að hrífast af konu sem maður þekkir ekki nema í gegnum facebook og fjölmiðla en sannleikurinn er sá að ég hef gert mér erindi í búðina bara til að sjá þig og ég leita að þér á Austurvelli á laugardögum, sagði hann, og þótt hún sæi hann ekki í gegnum tölvuskjáinn og kæmi honum ekki fyrir sig, ímyndaði hún sér að hann væri lítil, úfin lopapeysa með döðluaugu og þykkar varir. Hún vissi að það gat ekki verið, því þá myndi hún eftir honum en hún ímyndaði sér það samt, því það var skemmtilegra þannig. Jafnvel þótt þykku varirnar og döðluaugun tilheyrðu allt annarri lopapeysu, sem hún vissi að hefði aldrei talað við hana í gegnum facebook, og jafnvel þótt sú hin sama lopapeysa væri af dramvarnarlegum ástæðum ekki inni í myndinni. Halda áfram að lesa

Vantar kött

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/54578888371

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/59232016147

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/56593792359

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/53405829145

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/55906403569

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/59101396629

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/67254638928

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/55309033533

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/71623255860

Mission accomplished

Kastljósið fjallar um AGS í kvöld.

Ég var búin að segja að ég gæti ekki tekið mér frí fyrr en almenningur væri búinn að fá almennilegar upplýsingar.
Þeir ætla að tala við mann sem er vel inni í málunum í kvöld og svo fremi sem það klikkar ekki, þá er ég frá og með 10 mínútum eftir að Kastljósi lýkur í kvöld, komin í pásu frá pólitík allavega fram að hádegi á fimmtudag.

Hver sem heyrir mig nefna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Borgarahreyfinguna fram að því, er beðinn um að troða upp í mig óhreinni borðtusku.