Rifjaði upp hvers vegna ég henti viðbótinni „Are you interested“ út síðasta sumar.
Úrvalið hefur lítið breyst. Hvern á maður nú helst að skoða betur? Þennan sem er með prófílmynd af hundinum sínum? Þennan sem er með prófílmynd af sjálfum sér 3ja ára? Eða þennan sem er með prófílmynd af sjálfum sér og konunni sinni í faðmlögum?
Fann reyndar fallega lopapeysu á Y og klikkaði á ‘browse people like me’. Fékk upp vatnsgreiddan fermingardreng frá Aberdeen, feitan kana um fimmtugt, hest…
Prófaði enn eina ferðina að máta Braga Valdimar Skúlason inn í erótíska fantasíu, en það er það væri bara eitthvað svo sjúkt og rangt við að sænga hjá manni sem kann á greiðu.