Landinn ætti að vera orðinn ónæmur eftir 7 ár

-Komstu hingað út af kreppunni? spyr samstarfskonan.
-Ekki út af kreppunni sem slíkri, ég er ekkert hrædd um að verði hungursneyð eða neitt svoleiðis, en ég vil ekki taka þátt í efnahags- og stjórnkerfi sem byggir beinlínis á spillingu. Ég vil ekki vera undir stjórnvöldum sem segja eitt en gera annað og ég vil ekki eiga viðskipti við íslensk stórfyrirtæki og banka, segi ég. Halda áfram að lesa

Testesterón

Fyrsti dagur á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki að verða ellidauð í heimaþjónustu en starfið útheimtir lágmarks samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk og ég byrja ekki í sjálfstæðum rekstri í ókunnugu umhverfi þegar aleigan er 600 kr danskar og skuldahali í íslenskum. Halda áfram að lesa

Fokk og gyllinæð

Sumardagurinn fyrsti. Fokk og gylliniæð, mér líður hroðalega. Bara aðeins of mikill sársauki sem ég er búin að tengja við daginn. Ég ætla að fresta honum. Halda hann hátíðlegan í Hullusveit þann 30 apríl. Djöfull ætla ég að drekka mikið hvítvín í sumar. Halda áfram að lesa

Bréf til nágranna minna

Mávahlíð 39, Reykjavík 17.04.2009

Til húsfélags og íbúðareigenda að Mávahlíð 39

Í gærmorgun þegar ég vaknaði stóð stórt, gamalt grenitré í garðinum mínum. Ekki svo að skilja að það hafi komið mér á óvart, það hefur verið þar lengi og hefur (eða hafði öllu heldur) töluvert tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég kallaði það Elías. Ég opnaði gluggann og ræddi heimspeki dagsins við Elías en settist svo við vinnu mína. Um klukkutíma síðar kem ég fram og sé þá mann uppi í trénu, langt kominn með að saga af því greinarnar. Halda áfram að lesa

Fokk

Getur einhver útvegað mér geisladisk með Árna Johnsen?

Já og getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna það ætti að gleðja mig að annað fólk skammist sín þegar það er búið að valta yfir mig?

Ég kæri mig ekki um að neinn skammist sín. En það skal enginn komast upp með að valta yfir mig án þess að hugsa sig um tvisvar næst.