Systir mín æðruleysinginn

Systir mín æðruleysinginn er veruleikafirrt. Ég heimsótti hana í dag og þarna sat hún í sínu græna og appelsínugula eldhúsi, syngjandi kát, rétt eins og ekkert í veröldinni væri skemmtilegra en að vinna erfiða vaktavinnu 70 stundir á viku fyrir skít og kanel og koma svo heim til að hugsa um 5 óþekktargrísi og dýragarð, auk þess að skúra, skrúbba, bóna og jafnvel mála hús sem er svo illa farið að það hangir nánast saman af gömlum vana. Halda áfram að lesa

Dylgjudagar framundan?

Dylgjur hafa aldrei verið mín sterka hlið. Ég veit ekki hvort það er orsök eða afleiðing en mér líkar ekki vel við sjálfa mig þegar ég reyni að beita þeim. Það sama á við um daður enda er þetta tvennt náskylt. Daður og dylgjur fara mér best í bundnu máli, í daglegum samskiptum vil ég helst að fólk viti nokkurn veginn hvar það hefur mig og komi eins hreint fram við mig og mögulegt er. Halda áfram að lesa

Laugardagur til leiða, sunnudagur hið sama

Síðasta rós sumarsins búin að fella krónuna. Hún stóð lengur en ég átti von á. Mun lengur.

Hef einu sinni séð Spúnkhildi bregða fyrir eftir að hún flutti út. Hún svarar hvorki heimasíma né gemsa, þrátt fyrir ítrekuð sms og talhólfsskilaboð. Kannski skemmtikrafturinn sé í rauninni úlfur í sauðargæru, haldinn satanískum hálskeðjulosta og hafi hlekkjað hana við rúmið? Halda áfram að lesa

Sonur minn Byltingamaðurinn

Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu. Halda áfram að lesa