Vaknaði um miðja nótt og fann fyrir þér, líkamlega. Fann þig halda um úlnliði mína. Fann rólegan andardrátt þinn þétt við bakið á mér. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Ekkert bloggnæmt
Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.
Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa
Rof
Kem til landsins í kvöld. Sé reyndar tæplega fram á að ljúka öllu sem ég þarf á þessum stutta tíma sem ég stoppa en hlýt að ná því nauðsynlegasta. Þeir sem hafa yndi af húsgagna- og kassaburði vinsamlegast gefi sig fram.
Bjartur reiknar með að verða fluttur út þegar ég kem heim aftur. Þetta hefur verið frekar þunn episóda í sumar en ég hef á tilfinningunni að nú dragi brátt til tíðinda. Hvort það er gott eða slæmt skal ósagt í bili.
Ást
Ástin hlífir þér við óþægilegu umræðuefni. sagði hann.
Ástin hefur hugrekki til að ræða það óþægilega aftur og aftur, þar til það hættir að vera óþægilegt, sagði hún. Halda áfram að lesa
Er á leiðinni
Jæja. Það fer að styttast í Íslandsreisuna. Kem semsagt seinni part mánaðarins til að sækja búslóðina. Vildi helst sækja afkvæmin í leiðinni. Óþolandi að fólk skuli verða sjálfráða þegar mömmunar vita svona miklu betur hvað því er fyrir bestu. Hefði svosem einnig verið til í að sækja manninn sem ég elska en hann er því miður sjálfráða líka. Hugga mig við að hann á sennilega meira sameiginlegt með Bjarti en mér, þannig að ég yrði líklega þriðja hjól undir vagni hvort sem er. Halda áfram að lesa
Eitthvað um tré
-Hagkvæmt jú, ég býst við því en ég held nú samt að sambönd gangi ekki upp til lengdar nema fólk sé svolítið ástfangið, sagði hann.
-Nei, það er alveg rétt hjá þér að hagkvæmnissambönd ganga ekki upp til lengdar en ég sé nú ekki að þau gangi neitt frekar upp þótt maður sé ástfanginn. Ég er allavega nokkuð viss um að minn síðasti elskaði mig helling og ekki gekk það upp. Halda áfram að lesa
Arg á elliheimili
Nú eru þessar kerlingabeyglur hættar að bjóða fólkinu kvöldkaffi.
-Af því þau vilja það ekki, var skýringin sem ég fékk. Ég bauð nú samt upp á kvöldkaffi og undarlegt nokk þá afþakkaði það enginn nema ein kona sem vill kaffi stundum og stundum ekki. Hið rétta er nefnilega að þau biðja ekki um það að fyrra bragði og sumum liggur svo rosalega á að komast í pásu til að baknaga vinnufélagana, að þær mega bara ekkert vera að einhverjum snúningum sem hægt væri að komast hjá. Halda áfram að lesa