Það versta við sápuóperur er að þær hafa alderi neinn rökréttan endi. Sápuóperan mín Böl og kvöl í Byljabæ er að verða hæf til uppsetningar. Ég byrjaði á henni í djóki en sá fljótt að hún gæti orðið virklega góð svo ég tímdi ekki að setja hana á vefinn (frumuppköstin að fyrstu þáttunum eru að vísu ennþá á reykvísku sápunni). Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Seinna
Fyrr eða síðar verður maður að svara símanum. Það gæti verið tilboð um nýtt verkefni. Eða tilkynning um happdrættisvinning. Eða fjallmyndarlegur karlmaður sem hefur frétt að ég sé á lausu. Halda áfram að lesa
Alltaf sama kastið
Það er ekki nema vika síðan ég sagði Húsasmiðnum að ég ætlaði aldrei að vera ein aftur. Ef slitnaði upp úr þessu milli okkar fyndi ég mér annan. Þá vissi ég auðvitað ekki að hann ætlaði að slíta þessu og samtalið þá nótt, yfirlýsingar hans um það hve miklu máli ég skipti hann og hversu mikils hann mæti vináttu mína sannfærðu mig um að afskiptaleysi hans síðustu daga væru aðeins merki um óhóflegt álag. Halda áfram að lesa
Verð
Líkamslykt loðir við rúmföt. Undarlegt hvað sængin mín er gegnsýrð af líkamsilmi Húsasmiðsins, þegar allt kom til alls svaf hann áreiðanlega aldrei undir henni. Samt er þetta ekki bara mín lykt heldur lyktin af okkur báðum. Eða er þetta kannski bara mín eigin lykt? Lykta ég þá eins og tvö? Eða lykta ég bara eins og hann? Halda áfram að lesa
Þessi fallegi dagur
Á leiðinni upp í Heiðmörk handfjatlaði ég hálsmenið sem Húsasmiðurinn gaf mér. Það er Davíðsstjarna.
-Tákn hinna landlausu, sagði hann þá og ég sagði það ekki en ég hugsaði að líklega væri hún frekar tákn þeirra landleysingja sem hröktu annað fólk frá heimilinum sínum, gerðu það að Landleysingjum sem hröktust frá eigin landi og misstu allt að ástvinum sínum meðtöldum. Halda áfram að lesa
Lögboðinn brúðkaupsdagur
Á fyrsta degi sorgar er maður ósofinn, máttvana af hungri en getur samt ekkert látið ofan í sig. Á þessu stigi er maður samt sem áður nógu dofinn til að æða af stað og leita að húsnæði, sækja um aukavinnu, lesa sjálfshjálparbók og skrifa smásögu. Halda áfram að lesa
Eigum við ekki bara að vera vinir?
-Hef bara svo lítið að gefa, sagði hann og stakk upp á fjarbúð eða vináttu. Eftir 8 mánaða sambúð.
Ég sagði honum að hann yrði sjálfur að pakka saman dótinu mínu þegar hann vildi losna við það, það yrði svo sótt, því ég kæmi ekki hingað aftur og ætlaði aldrei að sjá hann framar. Ég kom samt. Vantaði fáeina hluti og sá að bíllinn hans var ekki hér svo ég fór inn. Halda áfram að lesa