-Mér helst ekki á karlmanni og veit ekki hvers vegna. Geturðu kennt mér að laga það? spurði ég dimmum rómi og horfði hvasseyg á Sáluna.
-Já. sagði hún, jafn blátt áfram og ef ég hefði spurt hvort hún kynni að sjóða ýsu. Halda áfram að lesa
-Mér helst ekki á karlmanni og veit ekki hvers vegna. Geturðu kennt mér að laga það? spurði ég dimmum rómi og horfði hvasseyg á Sáluna.
-Já. sagði hún, jafn blátt áfram og ef ég hefði spurt hvort hún kynni að sjóða ýsu. Halda áfram að lesa
Tvennt er það sem greinir manninn frá öðrum skepnum jarðarinnar. Hið fyrra er fullkomnunaráráttan; þessi undarlega hneigð mannsins til að vera aldrei sáttur við aðstæður sínar mjög lengi. Þurfa stöðugt að bæta og breyta, stundum bara breytinganna vegna, vilja alltaf upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi, finnast meira aldrei nóg. Þetta er í senn jákvæð hneigð og neikvæð. Hún er hvati allra framfara, rót alls sem við getum kallað menningu en einnig orsök streitu, óánægju, öfundsýki og illdeilna. Halda áfram að lesa
Nú eru 3 og hálft ár síðan ég ákvað að verða rík á næstu 5 árum. Á þeim tíma virtist það fjarstæðukennt. Ég hef yfirleitt ósköp litlar áhyggjur af trú annarra á því sem ég tek mér fyrir hendur svo ég var ekkert að liggja á þessu nýja áhugamáli mínu þótt ég ætti von á að orðið „óraunhæft“ ætti eftir að koma fyrir nokkuð oft í umræðunni. Sá spádómur gekk eftir, svo rækilega að þegar ég sagði Kela hvaða tölur ég vildi sjá, fékk hann ósvikið hláturskast. Halda áfram að lesa
Maðurinn er það sem hann gerir, hvað sem nútíma sálarfræði segir. Það er þessvegna sem flestum finnst gagnrýni óþægileg. Gagnrýni á verk manna, hegðun og hugsunarhátt verður alltaf að einhverju leyti persónuleg. Halda áfram að lesa
-Áttu leyndarmál? segi ég við Elías.
-Allir eiga leyndarmál, svarar hann.
-Ég á ekki við þessi venjulegu leyndarmál sem konur segja bara einum í einu og karlar bara kærustunni sinni eða besta vininum heldur alvöru leyndarmál sem þú segir engum.
-Allir eiga eitt eða tvö svoleiðis.
-Ekki ég.
-Nú lýgurðu.
-Nei, ég lýg ekki. Ég er sögupersóna og sögupersónur eiga ekki leyndarmál.
-Viltu að ég segi þér leyndarmál?
-Já takk.
-Finnst þér þá að þú eigir meira í mér?
-Nei. Þá finnst mér eins og þú sért af mínum heimi, sögupersóna eins og ég. Sem þarf engin leyndarmál. Halda áfram að lesa
Kæri Sáli horfði á mig samúðarfullu augnaráði og spurði hvort gæti verið að harmleikur sálar minnar ætti rætur í höfnun eða áföllum í bernsku. Ég svaraði því til að ég þekkti nú reyndar enga manneskju sem hefði ekki orðið fyrir áföllum í æsku en flestu fólki tækist nú samt, eftir rækilegan lestur á meira en 200 sjálfsræktarbókum, að plata sjálft sig til að verða ástfangið af einhverjum sem vildi eitthvað með það hafa. Halda áfram að lesa
Tölvan mín er endurheimt! Nú veit ég hvernig karlmanni líður þegar hann fær bílprófið aftur eftir að hafa misst það í 3 mánuði. Í augnablikinu get ég ekki gert upp við mig hvort ég elska heitar; tölvuna eða þann sem læknaði hana. Ég er allavega búin að kyssa þau bæði.