Af og til, síðustu 13 árin eða svo, hef ég orðið upptekin af áformum mínum um að giftast doktorsnefnunni, sem af einhverjum dularfullum orsökum hefur aldrei verið til viðræðu um þann möguleika. Kannski er hann „innst inni“, nógu rómantískur til að halda að gott samband byggist á hjartsláttartruflunum. Eða hann heldur að jafn biluð kona og ég hljóti að vera erfið í sambúð. Eða hann heldur að konur séu almennt erfiðar í sambúð. Það er sennilega rétt ályktað hjá honum. Ef það er þá það sem hann heldur. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Kuldagallinn
Svo í morgun þegar ég var að klæða mig í kuldagallann, datt mér dálítið skrýtið í hug.
Viðfang giftingaróra minna sagði á blogginu sínu um daginn að besta tilfinning í heimi væri að koma inn úr kuldanum. Auðvitað er það ósköp gott en mér finnst nú tilfinningin samt ekki betri en svo að ég forðast yfirleitt að fara út í miklum kulda að nauðsynjalausu. Það á við jafnt í holdlegum skilningi og tilfinningalegum. Halda áfram að lesa
Hin eina rétta
-Kannski væri skynsamlegast af okkur að reikna ekki með að hittast oftar, sagði ég.
-Ef það er það sem þú vilt Mía litla.
-Ég sagði ekki að ég vildi það heldur að það væri skynsamlegt. Ég stóð sjálfa mig að því í kvöld að leggja mig fram um að bíða þín ekki með eftirvæntingu, og það er frekar hallærisleg sjálfsblekking. Ég vil ekki vera konan sem bíður.
-Það skil ég vel. Halda áfram að lesa
Hrekkjavaka
Ein ég sit og sauma
seint á Hrekkjavöku
Elías kemur að sjá mig
ef ég þekki hann rétt þýðir víst ekkert að bjóða honum köku. Halda áfram að lesa
Sálnaflakk
Ég hef aldrei haldið Hrekkjavöku hátíðlega. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti því að þeir sem það fíla ættleiði siði annarra þjóða. Mér finnst bara fínt að hafa sem flest tilefni til að gleðjast, en okkar menning dugar mér. Eða hefur allavega dugað hingað til. Halda áfram að lesa
Ástin er ekkert æðst
Hvers vegna heldur fólk svona fast í þá hugmynd að ástin sé æðri hamingju og velferð?
Ég hef enga tölu á þeim fjölda kvenna og karla sem hafa komið til að leita staðfestingar á því að það sé gott, rétt og gerlegt að bjarga vonlausu sambandi af því að „mér finnst eins og okkur sé ætlað að vera saman“. Halda áfram að lesa
Dularfull þessi hamingja
Hamingjusöm?
Jú. Þrátt fyrir að lífið sé langt frá því að vera fullkomið er ég bara þó nokkuð hamingjusöm.
Hvað er eiginlega svona frábært? Halda áfram að lesa