Beðið eftir Georgie

Á þeim tíma var margt öðruvísi, eiginlega allt. Nema sumt. Það breytist ekki.

-Það er svo skrýtið að dauðinn er það skiljanlegasta af þessu öllu, sagði ég við Carmen og heyrði að enskan mín var farin að smitast af spænska hreimnum hennar. Sagði henni svo að þótt hann væri dáinn væri ég í rauninni ekkert sorgmæddari en ég hafði orðið í öll skiptin sem við slitum sambandinu og að ég hefði dálítið samviskubit vegna þess. Halda áfram að lesa

Fjórða víddin

Þegar ég kom frá Tannsteini stóð Fjölvitinn á miðju búðargólfinu og fræddi Spúnkhildi á dásemdum stærðfræðinnar og fjölda dropanna í sjónum. Fór mikinn. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara en hann tók nú samt eftir mér og krafðist þess að fá að fremja á mér skyndiheilun. Lagði svo yfir mig hendur og opnaði fyrir mér fjórðu víddina. Halda áfram að lesa

Sáum Sölku Völku

Ég hef ekki séð margar leiksýningar sem væri ekki hægt að setja eitthvað út á en þótt ég geti verið mjög dómhörð gagnvart skáldsögum finn ég sjaldan löngun til að benda á það sem betur mætti fara í leikhúsi. Ætla því ekki að tíunda það sem ég hefði viljað sjá Borgarleikhúsið gera á annan hátt í uppsetningu sinni á Sölku Völku, bara benda öllum leikhússunnendum og Halldórsunnendum á að mæta. Halda áfram að lesa