-Jæja, og hvernig leist þér á?
-Geðugur maður, það vantar ekki.
-En hvað?
-Ég fékk smá verk í pólitíkina af því að hlusta á hann og svo sagði hann Ásdísi að ég væri algjör dúlla.
-Kallaði hann þig dúllu! Í alvöru! Og hvar grófstu líkið? Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Of mörg vel?
Annars er alls ekki hægt að reikna með svona mörgum velum.
Síðast þegar ég fór á stúfana hitti ég mann sem var ákaflega vel haldinn. Vel gyrtur líka. Mjög vel. Eins og Steinríkur.
Hann var ekki með neina arabafóbíu.
Vel
Orð dagsins er vel.
Kemur vel fyrir.
Vel á sig kominn.
Vel hærður.
Vel tenntur.
Vel stæður.
Vel máli farinn.
Vel að sér.
Sennilega vel gefinn og vel gerður á allan hátt. Halda áfram að lesa
Stefnumót í bígerð
Mér hefur borist kvörtun um að ég skrifi of mikið um umhverfismál og of lítið um karlafar.
Skýringin er líklega sú að umhverfismálin valda mér meira hugarangri en karlmannskrumlur og er það vel.
Auk þess er þetta mín vefbók og ég sjálf sem ræð hvað ég fjalla um hérna :Þ
Annars stendur til að ég hitti óséð eintak af hinu hærðara kyni í dag svo þeir sem lifa sig inn í ástir mínar og örlög geta búið sig undir hefðbundna sápuóperu.
Held ég.
Paddle right out of the mess
Einu sinni elskaði ég fávita sem kenndi mér dýrmætustu lexíu sem ég hef lært í lífinu, nefnilega þá að sá sem fer illa með þig einu sinni mun gera það aftur, og aftur, og aftur, þar til þú hættir að gefa honum tækifæri til þess. Halda áfram að lesa
Helgarfrí fram að hádegi!
Nú er vika þar til ég get reiknað með að sjá árangur af ástargaldrinum. Nýtt tungl í dag en ég er ekki í neinu skapi til að galdra. Langar meira að gefa einhverjum uppskrúfuðum monthana undir fótinn og segja honum svo á kjarnyrtri íslensku hvað mér finnst um hann þegar hann fer að sperra á sér dindilinn, bara til að sjá sjallaglottið ummyndast í ráðleysisviprur. En svoleiðis gerir maður ekki. Ekki ef maður er almennileg manneskja. Halda áfram að lesa
Öfmul
Í dag héldum við fyrsta barnaafmælið í Nornabúðinni.
Ég yrði ekki hissa þótt fleiri öfmul fylgi í kjölfarið. Seyðgerður mín er nefnilega sannkallaður leikskólakennari í hjarta sínu.
Þegar elliheimilin koma í heimsókn skal ég sjá um að hafa ofan af fyrir gestunum. Mér er ekkert illa við börn ég kann betur við þau í stykkjatali en hópum. Eldri borgarar verða kannski ekki eins yfir sig hrifnir af súkkulaðipöddum en þeir iða heldur ekki eins mikið þótt þeir innbyrði sykur.