Ofnæmi?

Fyrst kenndi ég tilviljunum um en nú hefur gengið á þessum undarlegheitum í næstum 2 ár samfleytt.

Í hvert sinn sem ég kemst í hvíslfæri við karlmann sem hugsanlegt er að ég gæti með góðum vilja orðið ástfangin af, fæ ég líkamleg höfnunareinkenni sem eiga sér enga læknisfræðilega skýringu. Halda áfram að lesa

Ef…

Galdurinn hefur þá borið árangur eftir allt saman? segir maðurinn sem hlustar á hjarta mitt slá en í þetta sinn á hann ekki kollgátuna. Barnlaus maður búsettur í annarri heimsálfu er ekki á óskalistanum, jafnvel þótt það gæti gengið ef gult væri blátt væri rautt.

Varla

Fyrstu tilraunir mínar til ástargaldurs misheppnuðust illilega. Hver maðurinn á fætur öðrum fór úr landi í stað þess að koma hlaupandi til mín. Kannski er þetta enn eitt dæmið um misheppnaðan galdur? Ég bið um hentugan maka og þá kemur elskhugi, sem alls ekki kemur til greina sem maki, stormandi frá útlöndum og kippir mér úr galdragírnum með pinnaskóm.

Og kannski hefði ég tekið því sem merki um að eitthvað hefði gengið upp, ef líkami minn hefði ekki, þrátt fyrir allan þennan Maríustakk, tekið upp á því að hafna honum. Ekki veit ég hvaða töfrar það eru, þetta á ekki einu sinni að vera líffræðilega mögulegt.

Jahérna

Fullt tungl í dag og ég undirbý aðra tilraun til ástargaldurs þegar einhver bankar upp á í Nornabúðinni. Kominn frá Bandaríkjunum og með gjafir handa mér.

Síðast fékk ég Solitary Witch sem nú liggur frammi í búðinni fyrir þá sem vilja fræðast um wicca. Í þetta sinn færir hann mér rautt peningabelti, sem merkir að hann veit að ég lærði magadans í vetur -sem merkir aftur á móti að hann hefur lesið vefbókina mína. Ekki nóg með það heldur skó, með pinnahælum sem passa á mig! Gullfallega í þokkabót. Sem merkir að hann er ennþá að lesa vefbókina mína.

Frekari galdratilraunir fóru út um þúfur.

Ef

Ligg með andlitið við hnakkagróf þína og held þéttingsfast um úlnlið þinn.

-Hvernig líturðu á samband okkar? Erum við bara að varaskeifur hvort fyrir annað eða skiptir þetta einhverju máli spyrð þú.
-Þú skiptir mig ákaflega miklu máli. Þú verður svo að svara fyrir sjálfan þig.
-Ég vildi að þú værir konan mín.
-Ein af konunum þínum?
-Við værum saman ef aðstæður væru öðruvísi. Þú veist það.
-Ef gult væri blátt væri rautt. Halda áfram að lesa

Rétt svar komið

Og vinningshafinn er Mossmann!

Til lukku Mossmann. Sendu mér tölvupóst á eva@nornabudin.is eða komdu við í búðinni hjá mér milli 14 og 18 einhvern næstu daga, til að láta mig vita hvað þú vilt sjá á sviði og hvenær.

Tilraun til greiningar

Ef ég væri ekki með teljara á þessari síðu, héldi ég að lesendur mínir hefðu yfirgefið mig. Teljarinn sýnir hinsvegar hundruð heimsókna frá því að ég stofnaði til getraunar sem aðeins einn hefur svarað og það svar er ekki fullnægjandi.

Skýringarnar sem mér koma í hug eru:
a) Lesendur mínir hafa engan áhuga á leiklist og hirða því ekki um að svara.
b) Lesendur mínir vita ekki hver sér um umhverfismat fyrir væntnanlegt álver á Reyðarfirði og hafa ekki nægan áhuga á lífsskilyrðum afkomenda sinna til að kynna sér það.
c) Lesendur mínir vita hvaða skítafyrirtæki sér um umhverfismatið en eru sýktir af siðblindu og vilja sem minnst ræða spillinguna og drullusokksháttinn sem einkennir stóriðjustefnuna.
d) Lesendur mínir eru póltísk kveifildi sem forðast óþægilega umræðu.

Hugsanlega eru fleiri skýringar til. Ég læt vita ef ég finn þær.