-Þú gleymdir að kyssa mig bless, sagði Bjartur.
Nújá? Gleymdi ég því? Er ég semsagt vön að kveðja hann með kossi? Já líklega geri ég það venjulega en ég hef aldrei pælt neitt sérstaklega í því. Halda áfram að lesa
-Þú gleymdir að kyssa mig bless, sagði Bjartur.
Nújá? Gleymdi ég því? Er ég semsagt vön að kveðja hann með kossi? Já líklega geri ég það venjulega en ég hef aldrei pælt neitt sérstaklega í því. Halda áfram að lesa
-Voðalega erum við öll óhamingjusöm, sagði Bjartur og skolaði óhamingju sinni niður með gúlsopa af landamærabjór.
-Hulla og Eiki eru ekki óhamingjusöm, sagði ég.
-Nei ekki þau en næstum allir aðrir, svaraði hann. Hmmm… þetta samfélag okkar er nú ekki stórt og þessir allir eru Bjartur og Svartur, ég sjálf og kannski Dana María sem er nú venjulega ósköp kát. Halda áfram að lesa
Ég ætlaði að verða lögfræðingur. Fyrirmyndin var úr bíómyndum, málsvari réttlætisins í ætt við Matlock. Ég ætlaði reyndar líka að verða skáld og trúði því ekki að annað þyrfti endilega að útiloka hitt. Halda áfram að lesa
Einu sinni hélt ég að til þess að rithöfundur gæti lifað af því að skrifa (eitthvað annað en fréttir), þyrftu verk hans að vera inni á metsölulistum mánuðum saman, vera þýdd á fleiri tungumál, vinna til verðlauna og helst þyrfti hann að vera á listamannalaunum líka.
Samkvæmt þessum fréttum er vel hægt að lifa af því að skrifa eitthvað sem fáir nenna að lesa.
Það gleður mig samt ekkert sérstaklega.
Svona til nánari skýringar fyrir þá sem kann að bregða við að sjá myndina af honum Darra mínum á snjáldrinu: Halda áfram að lesa
Suður Jótar fara ekki út í búð, þeir fara ‘ned til köbmanden’.
Þegar ég rölti til kaupmannsins, eltir Norna mig. Hún bíður fyrir utan á meðan ég versla. Mér finnst það dálítið gaman því hún sýnir þess ekki önnur merki að vera háð mér, sækist ekki eftir gælum í viðlíka mæli og flestir aðrir kettir og kúrir sjaldan hjá mér nema hún haldi að ég sé sofandi. Halda áfram að lesa