Hann reyndist vera innanhússmaður hjá mikilvægri valdastofnun.
Mér þykir líklegt að hryðjuverkasamtök heimilisins álíti hann áhugaverðari fyrir bragðið.
Greinasafn eftir:
Óskilamaður á leiðinni
Óskilamaðurinn er á leiðinni.
Mér skilst að hann ætli að fóðra mig í einu af þorpum Satans við ströndina. Ekki samt þar sem ég eldaði sjálf á sínum tíma.
Ég bjó í þessum sveitarfélagshundsrassi í rúm þjú ár. Ekki veit ég hvaða geðbilun fékk mig til að tolla þar svo lengi.
Einfaldlega
-Lokaðu búðinni og sinntu mér! sagði hann og þrýsti mér að sér.
-Þú fyrirgefur en þetta faðmlag jaðrar við að vera erótískt. Hvurslags ástsýki er eiginlega hlaupin í þig?
-Þú ætlar að hitta mann. Kannski er þetta síðasta tækifærið mitt til að vera hjá þér.
-Drottinn minn dýri! Ég ætla í bíltúr austur fyrir fjall. Með manni sem ég hef aldrei séð og veit ekkert um. Ætli við hittumst nú ekki aftur áður en ég gifti mig! Halda áfram að lesa
Óskilamaður
Í morgun frétti ég af manni í óskilum. Kannski má ég eig´ann.
Útsendarar Satans
Ég gekk til dyngju minnar til að hafa fataskipti áður en ég opnaði búðina. Þar sem ég stóð á nærbuxunum var barið að dyrum eigi allóhraustlega og ég heyrði óm af samræðum fyrir utan. Halda áfram að lesa
Missti af
Ég missti af haustinu.
Missti af sumrinu líka.
Og vorinu.
En veturinn ætlar ekkert að fara fram hjá mér.
Fundarlaun fyrir réttan maka
Mig langar í mann og það er laugardagskvöld. Ætti ég þá ekki að vera á leiðinni út á lífið? Það er víst lítill tilgangur í því að kasta ástargaldri ef maður fylgir honum svo aldrei eftir.
Málið er að ég nenni því ekki. Mig langar í mann en ekki nógu mikið til að ég sé tilbúin til að leggja það á mig að fara inn á þá subbulegu og þrautleiðinlegu staði sem kallast skemmtistaðir. (Auk þess eru mennirnir sem ég hef áhuga á ekki þar, heldur einir heima hjá sér með góða bók eða bíómynd.) Halda áfram að lesa