Magadansnámskeiðið sem ég ætlaði á féll niður en við stöllur vorum svo hundheppnar að detta niður á námskeið sem hentar okkur hér í Firðinum. Ég hélt að ég væri búin að gleyma öllu sem ég lærði í fyrra en þetta virðist vera svona svipað og að hjóla, hreyfingarnar koma bara sjálfkrafa um leið og maður setur sig í stellingar. Að vísu held ég ekkert alltaf takti og á það til að fara öfugan hring en mér er nokk sama, það stendur hvort sem er ekkert til að ég fari í einhvern sjóvbissniss. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Fékk bréf
Sonur minn Byltingin sendi tölvupóst. Hann er staddur í 16. aldar kastala Aðalskonunnar (kastalinn stendur reyndar á 1000 ára gömlum grunni). Vorlaukar komnir upp, allt of snemma og sumarveður á þessum slóðum. Hann segist sjá mig fyrir sér í þessu umhverfi með hatt og hanska að drekka te. Hann er búinn að hitta fjölskyldu hennar og klifra upp í toppinn á 10 metra háu tré. Fer vel á því. Hann var lofthræddur þegar hann var lítill en komst yfir það um 5 ára aldurinn og er búinn að vera prílandi síðan.
Hann skrifar auðvitað ekki staf um byltingaráform næstu vikna en ég bjóst heldur ekki við því að fá neinar slikar upplýsingar fyrirfram, allavega ekki í gegnum tölvupóst eða síma. Hann lifir samkvæmt þeirri reglu að vænissýki sé ekki sönnun þess að enginn liggi á hleri.
Mér finnst allavega gott að vita af honum í sveitinni, svona í bili.
Just why?
-Hversvegna er nauðsynlegt að allur heimurinn hafi áhuga á enskum fótbolta?
-Hvað er svona rétt, gott og mannúðlegt við að láta þroskaheft barn ná fullum líkamsþroska?
-Hvað er svona æðislegt við að Þorgrímur Þráinsson, hvers líkamlegt ástand er eins og hann sé 12 áum yngri en hann er, komist í ennþá betra form?
-Hvers vegna er ennþá óútskýrður launamunur milli karla og kvenna?
-Hversvegna kemst Landsvirkjun alltaf upp með að hefja framkvæmdir í leyfisleysi?
Dömuboð
Baunin hélt dömuboð fyrir nokkrar bitrar konur en boðlegar í gær.
Drottinn minn djöfull hvað var gaman hjá okkur. Ég hef ekki hlegið svona mikið í háa herrans tíð. Reyndar kom í ljós að Anna taldi víst að litli bróðir minn (sem er jafnaldri mannsins sem er með sprungu í skelinni) væri sonur minn. Ég er búin að panta extrím meikóvertíma. Fyrir mig sko, ekki bróður minn. Halda áfram að lesa
Út í víða veröld
Sonur minn Byltingin er farinn út í víða veröld með nesti og nýja skó (í bókstaflegri merkingu) að leita sér frægðar og frama. Eða allavega reynslu og ævintýra. Sumir myndu segja að hann sé meðvitað að reyna að koma sér í vandræði. Halda áfram að lesa
Og dilla gervidindlum
Þegar ég er á djöfull-fyrirlít-ég-konseptið-stiginu (mér er alls ekkerti illa við karlmenn sem einstaklinga, það eru bara erkitýpurnar sem ég hef óttalegt ógeð á) skoða ég gjarnan prófíla á þeirri merku stefnumótasíðu einkamal.is, bara svona til að fá staðfestingu á þeim rétttrúnaði mínum að ég sé betur komin án eintaks af þessari merkilegu dýrategund. Í dag rakst ég á einn dásamlegan. Karl sem er að leita að konum sem vilja stofna með honum dildóklúbb sem myndi hittast einu sinni í viku eða mánuði. Halda áfram að lesa
Jólin búin
Á föstudaginn var ég svo veik að ég fór ekki í vinnu og hélt mig í bælinu mestan hluta dagsins. Það gerist ekki oft. Líklega var þetta hefnd örlaganna fyrir að fara lasin á tónleika en ég sé samt ekkert eftir því. Ef ég hefði samt sem áður verið svona slöpp hefði ég nagað handabökin inn í bein fyrir að hafa ekki farið. Halda áfram að lesa