Mamman: Þú mátt velja.
Barnið: Þessa þrílitu.
Pabbinn: Já en það vantar tá á hana. Viltu ekki frekar þessa litlu svörtu?. Hún er líflegust.
Barnið: Mig langar mest í þessa þrílitu.
Mamman: Þessi bröndótta er svo sæt og kelin. Vltu hana ekki?
Barnið: Þær eru allar sætar. Má ég fá þessa þrílitu?
Pabbinn: Þú mátt velja en þú vilt náttúrulega ekki gallaðan kött. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Ah-bú
Ég held að kettirnir mínir séu drykkfelldir. Allavega er rauðvínið búið og ég bý ekki með neinu fólki -ennþá.
Kisukjánar
Það má vel vera að brennt barn forðist eldinn en sviðnir kettlingar gera það ekki. Skaði er útklínd í kertavaxi og skilur greinilega ekkert hversvegna gengur svona illa að sleikja það burt.
Smörrebröd
Komst að því í dag að það sem Danir kalla klúbbsamloku eru tvær þurrar formbrauðsneiðar með salatblaði, tómötum og tveimur kjúklingabitum á stærð við sveskjur. Smörrebröd hvað?
Heimsyfirráð eða dauði
Atli Haukur: Ég stefni á að ná heimsyfirráðum.
Frænka: Nújá? Og til hvers?
Atli Haukur: Til að koma í veg fyrir að einhver annar geri það.
Frænka: Og hvað ætlarðu svo að gera við heiminn þegar þú ert búinn að ná alræðisvaldi.
Atli Haukur: Bara láta hann í friði.
Frændi minn er 16 ára og viturri en allar ríkisstjórnir veraldar samanlagt.
Það eina ítalska
Atli Haukur: Pizzan er að hluta bandarísk og að hluta grísk. Það eina á Ítalíu sem er raunverulega ítalskt er skakki turninn og það er bara af því að þeir voru fullir þegar þeir byggðu hann.
Vildt og sexet
Ég vaknaði og leit í spegilinn. Hárið á mér leit út eins og ég væri með kóngulóarvef á hausnum. Ég burstaði tennurnar, lagaði kaffi og leit aftur í spegilinn. Nei, ástandið hafði ekki skánað. Halda áfram að lesa