Þú mátt velja

Mamman: Þú mátt velja.
Barnið: Þessa þrílitu.
Pabbinn: Já en það vantar tá á hana. Viltu ekki frekar þessa litlu svörtu?. Hún er líflegust.
Barnið: Mig langar mest í þessa þrílitu.
Mamman: Þessi bröndótta er svo sæt og kelin. Vltu hana ekki?
Barnið: Þær eru allar sætar. Má ég fá þessa þrílitu?
Pabbinn: Þú mátt velja en þú vilt náttúrulega ekki gallaðan kött.

Þau fóru án þess að velja. Ætla að hafa samband þegar þau eru komin að niðurstöðu. Pabbinn var hrifnastur af þeirri þrílitu þar til ég sagði þeim að það vantaði framan á eina tána á henni. Það háir henni ekkert og enginn sér það nema skoða vanlega.

‘Gallaðir’ kettir eru reyndar stórmerkilegir. Hulla mín valdi einu sinni kettling með fætur sem sneru öfugt. Með tímanum snerust loppurnar á honum og hann varð eðlilegur, pínulítil hjólbeinóttur en þetta háði honum ekkert. Hún hélt eftir kettlingi úr síðasta goti af því að hann var ‘krypplingur’, með innfallinn brjóstkassa og óx ekki eðlilega. Um átta mánaða aldur var sú kisa orðin eðlileg.

Uppfært kl 20:30
Mamman var að hringja. Þau ætla að láta strákinn ráða 

Uppfært 1. jan. 2011. Hulla sagði mér að Skaði hefði fengið nýtt nafn, Frida. Hún er augnayndir Kenos, pabbans sem vildi ekki gallaðan kött. Konan hans sem vinnur með Hullu segir að hann sé stoltari af henni en sonum sínum og að stúlkurnar á elliheimilinu fái endalausar sögur af henni í öllum pásum.