Það er auðvitað óþolandi bæði fyrir skattgreiðendur og fyrir fólk sem þarf á aðstoð samfélagsins að halda að nokkrar manneskjur skuli vera á bankastjóralaunum hjá Tryggingastofnun og nota þær tekjur til að greiða skuldir eða fjármagna ofneyslu. Það er líka óþolandi fyrir fólk sem er raunverulega í neyð að þurfa að bíða 20 mínútum lengur í röðinni af því að fólk sem notaði örorkubæturnar til að borga af lánum, telur sig eiga rétt á ölmusu.
Ég legg til að áður en fólki eru úrskurðar bætur af nokkru tagi, verði það látið gangast undir próf til að kanna hvort það skilji til hvers á að nota bæturnar. Það væri hægt að gera þetta með einföldu krossaprófi. T.d. svona:
Barnalífeyrir er ætlaður til þess:
a) að fjármagna ofneyslu foreldranna
b) að borga skuldir
c) að framfleyta barninu
Örorkubætur eru:
a) aukatekjur fyrir fólk í svartri vinnu
b) framfærslueyrir fyrir fólk sem er óvinnufært
c) aukatekjur til að borga gamlar skuldir
Umönnunargreiðslur vegna barna eru:
a) ætlaðar til að standa straum af kostnaðinum við umönnun veikra barna
b) smá vasapeningur handa þreyttri mömmu
c) aukapeningur til að borga myntkörfulán og bílaviðgerðir
Einnig legg ég til að hjálparstofnanir leggi þessa einu krossaspurningu fyrir skjólstæðinga sína:
Framlög frá hjálparsamtökum eru:
a) neyðarhjálp fyrir fólk sem hefur ekki nægar tekjur til að framfleyta fjölskyldu sinni
b) skítaredding þegar maður er búinn með peninginn