Mér er öll þessi samúð með harðstjóranum, stríðsglæpamanninum og morðingjanum Saddam Hussein, gjörsamlega óskiljanleg. Og af hverju ættu múslímar að syrgja þennan viðbjóð? Nú heyrast raddir sem vilja hefja karlinn upp til skýjanna sem einhverja hetju fyrir yfirvegaða framkomu þegar hann var leiddur að gálganum. Ég hef engan heyrt dást að yfirvegun hans þegar hann lét kúga, pína og myrða saklaust fólk. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Nú er hann dauður, dauður, trarallarallarara
Ég hef ekki snefil af samúð með Saddam Hussein, ekki heldur þótt hann hafi verið hengdur. Mín vegna má hann stikna í helvíti um eilífð. Það sem mér finnst athugavert við aftöku hans er hvorki það að hann eigi það ekki fullkomlega skilið að tapa lfítórunni né að mér finnist eitthvað óeðlilegra að menn leiki Gvuð í þessu tilviki en t.d. þegar þeir finna leið til að ráða niðurlögum sjúkdóms. Halda áfram að lesa
Börnin vita
Ég var fyrst núna að horfa á Kompássþáttinn alræmda með Guðmundi í Byrginu. Gullkorn þáttarins; „börnin mín vita að ég stunda ekki BDSM“. Halda áfram að lesa
Biskupinn er brandari Gvuðs
Ég hef lengi haft ákveðnar efasemdir um dómgreind séra Karls Sigurbjörnssonar (titilinn „herra“ nota ég aðeins um þá sem ég ber virðingu fyrir) og undrast að maður sem svo greinilega vantar nokkrar blaðsíður í, skuli hafa valist til að gegna svo háu embætti. Halda áfram að lesa
Dómur fallinn
Alcoa fær ekki krónu. Nananananana!
Ríkið á hinsvegar rétt á bótum vegna óhlýðni sonar míns við verði laganna en honum er slétt sama um það (það er álmafían sem er óvinurinn) og því réttlæti mun hvort sem er aldrei verða fullnægt. Halda áfram að lesa
Gegn gegn-göngum
Ég verð að játa að mér finnst ólíklegt að það þjóni tilgangi að ganga gegn ofbeldi, slysum og öðru sem hvorki yfirvöld né almenningur hafa lagt blessun sína yfir. Kröfugöngur og mótmælaaðgerðir beinast yfirleitt að stofnunum og stjórnvöldum sem eiga völd sín undir velþóknun kjósenda eða fyrirtækjum sem eru háð neytandandum. Slíkar aðgerðir hafa þó minni áhrif en ætla mætti. Halda áfram að lesa
Um gagnvirkar bókmenntir
Um daginn sagði afi Bjarni að engin þróun hefði orðið í bókmenntum á síðustu áratugum. Í myndlist og leikhúsi hefðu komið fram nýjungar en bókin væri alltaf eins. Honum yfirsjást gagnvirku bókmenntirnar. Vefbækurnar og tölvuleikirnir. Halda áfram að lesa