Skólabókardæmi

Ég sat á Kastrup flugvelli og réði sudoku gátu. Á sama bekk lá maður sofandi. Hann var snyrtilegur en ekki með farangur.

Þegar ég hafði setið þarna í líklega 20 mínútur kom öryggisvörður sprangandi, nokkuð valdmannslegur í fasi og tók sér stöðu fyrir framan hinn sofandi mann. Halda áfram að lesa

Smá ábending

Ekkert samfélag hefur nokkru sinni þrifist án lista, fræða og afþreyingar. Hinsvegar hafa fjölmörg samfélög þrifist án stóriðju og offramleiðslu. Sennilega er eitt gott hláturskast líklegra til að auka lífsgæði fólks en heill farmur af hamingju í dós.

Hér eru tilmæli til þeirra sem vilja leggja niður opinber fjárframlög til menningarinnar á þeirri forsendu að það sé ekki hægt að éta hana: Hoppaðu upp í rassgatið á þér. Þegar þú ert búinn að éta eins og eitt klíó af áli.

Aðeins mannúðlegra

Nánast daglega er ég spurð (oftast í netspjalli) hvernig sé að búa í Danmörku. Ég get í rauninni ekki svarað þessu þar sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort ég bý frekar í Danmörku eða úti á landi. Það má vel vera að lífið í Kaupmannahöfn sé öðruvísi en hér í hundsrassi. Ég er heldur ekkert vel inni í dönsku samfélagi, umgengst mest Íslendinga. Ef ég ætti að dæma Dani út frá konunum á elliheimilinu myndi ég segja að þeir væru óttalegir útnáraþumbar en ég hef nú ekki trú á að þröngsýnin sé allsstaðar á sama stigi. Halda áfram að lesa

Rafbókin verður ráðandi

Bókasnobbið í Íslendingum gengur gjörsamlega fram af mér. Nánast allir sem ég hef talað við halda því fram að bók sé ekki alvöru bók nema hún sé prentuð á pappír. Sama fólk hefur hinsvegar aldrei álitið að tónlist sé ekki alvöru tónlist nema sé búið að brenna hana á geisladisk. Sama fólk hlustar á tónlist á netinu, skoðar kvikmyndir á netinu og hefur aldrei látið sér detta í hug að það sé eitthvað minna ekta. Halda áfram að lesa

Hallelujah

Hallelujah, dýrð sé Gvuði, eftir Leonard Cohen er sennilega eitthvert vinsælasta lag síðustu ára. Gott lag, grípandi, sönghæft án þess að vera of einfalt. Ég held reyndar að textinn eigi töluverðan þátt í þessum miklu vinsældum en þar er tekist á við dýpstu kennd mannsins, ástina, sem færir manni ekki endilega hamingju en er þó svo ólýsanlega dýrðleg. Mér skilst að Cohen hafi ort á sjöunda tug erinda. Ég þekki aðeins sjö þeirra en í þeim renna ástin, listin og trúin saman í eitt allsherjar hallelujah, lofgjörð sem er þó svo brothætt og jarðbundin að hvergi örlar á væmni.

Halda áfram að lesa