Smá ábending

Ekkert samfélag hefur nokkru sinni þrifist án lista, fræða og afþreyingar. Hinsvegar hafa fjölmörg samfélög þrifist án stóriðju og offramleiðslu. Sennilega er eitt gott hláturskast líklegra til að auka lífsgæði fólks en heill farmur af hamingju í dós.

Hér eru tilmæli til þeirra sem vilja leggja niður opinber fjárframlög til menningarinnar á þeirri forsendu að það sé ekki hægt að éta hana: Hoppaðu upp í rassgatið á þér. Þegar þú ert búinn að éta eins og eitt klíó af áli.

One thought on “Smá ábending

 1.  ————————————————————-

  Sá fyrir mér hamingjuniðursuðuverksmiðju á Angatanga..þar voru margir hvítklæddir Pólverjar að vinna. Og þeim stökk ekki bros á vör.

  Posted by: baun | 11.03.2010 | 16:45:04

    ————————————————————-

  😀

  Posted by: Eva | 12.03.2010 | 9:39:31

Lokað er á athugasemdir.