Mouhamed frjáls
Valencia var yfirþyrmandi. Hann hafði sjaldan komið í þéttbýli, aldrei til Nouakchott og þótt Nouadhibou sé næststærsta borg Máritaníu var munurinn á henni og Valencia svo sláandi að hann óttaðist í fyrstu að hann myndi aldrei komast af í vestrænu samfélagi. Allt var nýtt. Bókstaflega allt. Svo óraunverulegt að fyrstu dagana hélt hann að sig hlyti að vera að dreyma, segir hann. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Saga strokuþræls 4. hluti
Flóttinn
Meirihluti svartra manna í Máritaníu eru þrælar. Að vísu hefur þrælasala verið ölögleg þar frá árinu 1981 en þótt opnir þrælamarkaðir tíðkist ekki er hefðin fyrir erfðaþrælum mjög sterk og tilraunir mannréttindasamtaka til að sporna gegn þrælahaldi hafa litlu skilað. Þrælahald var ekki gert refsivert fyrr en 2007 en ennþá hefur enginn dómur fallið vegna þrælahalds. Halda áfram að lesa
Saga strokuþræls – 3. hluti
Aðbúnaður og refsingar
Líf þrælsins snýst um erfiðisvinnu, allan daginn, alla daga en það er þó langt frá því að harðræðið sem þeir búa við felist einungis í vinnuþrælkun, þeir búa einnig við vanæringu, skort á heilsugæslu og líkamlegt og andlegt ofbeldi. Halda áfram að lesa
Ræðan hans Hauks
Fjölmenning sem gengur aðeins út á það að kynna dansa frá Balí eða tailenskan mat mun aldrei taka á hinum raunveulegu vandamálum sem fylgja kynþáttahyggju.
Haukur fékk ekki að halda ræðu, nefndin vildi bara ‘skemmtiatriði’. Hann sá við því með því að syngja ræðuna. Halda áfram að lesa
Hamingjan er ekkert ókeypis
Nægjusemi er dygð. Við erum gjörsamlega heilaþvegin af því viðhorfi en um leið erum við heilaþvegin af markaðssamfélaginu sem stöðugt reynir að telja okkur trú um að hamingjan sé fólgin í því að fá meira. Meira af öllu og einkum því efnislega. Það er kannski ekkert skrýtið þótt margir séu í stöðugri hamingjukrýsu (jú það má alveg skrifa krýsa með ý). Halda áfram að lesa
Er vöruúrval fátæklegra eftir umsvif Baugs?
Kunningi minn heldur því fram að þótt vörumerkjum hafi fjölgað, hafi nú samt sem áður verið fjölbreyttara vöruúrval í íslenskum matvörubúðum fyrir tilkomu Baugs, ef maður lítur á yfirflokkana. Það hafi kannski bara verið til eitt vörumerki af hverri tegund en allskyns matur sem nú er ófáanlegur, svosem niðursoðnar ansjósur og enskt sinnep, hafi verið í boði. (Reyndar eru niðursoðnar ansjósur fáanlegar og hægt er að kaupa duft í enskt sinnep.) Halda áfram að lesa
Krossapróf fyrir bótaþega
Það er auðvitað óþolandi bæði fyrir skattgreiðendur og fyrir fólk sem þarf á aðstoð samfélagsins að halda að nokkrar manneskjur skuli vera á bankastjóralaunum hjá Tryggingastofnun og nota þær tekjur til að greiða skuldir eða fjármagna ofneyslu. Það er líka óþolandi fyrir fólk sem er raunverulega í neyð að þurfa að bíða 20 mínútum lengur í röðinni af því að fólk sem notaði örorkubæturnar til að borga af lánum, telur sig eiga rétt á ölmusu.
Ég legg til að áður en fólki eru úrskurðar bætur af nokkru tagi, verði það látið gangast undir próf til að kanna hvort það skilji til hvers á að nota bæturnar. Það væri hægt að gera þetta með einföldu krossaprófi. T.d. svona: Halda áfram að lesa