Saving Iceland og Útlendingastofnun eru ekki sama fyrirbærið

Mér finnst nú líklegt að þessi misskilningur hafi komið upp vegna þess að ég sagði frá því að Speglinum að Miriam hefði tilkynnt á fundi hjá SI að hún ætlaði ekki að taka beinan þátt í aðgerðum sem gætu talist ólöglegar á meðan Íslendingar sýndu þessa hörku.  En ég tók reyndar líka fram að hún myndi vinna með okkur áfram, enda væri nóg af áhættuminni verkefnum fyrir hana.

mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp

Saving Iceland – aðgerðir hafnar

SAVING ICELAND STÖÐVAR VINNU Á LÓÐ NORÐURÁLS Í HELGUVÍK

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka.

Enn ein hræsnin

Í þessum efnum stend ég sjálfa mig að tvískinnungi. Mér finnst hugmyndin um kynmök manna og dýra verulega viðbjóðsleg. Ég verð reið og hneyksluð við að lesa fréttir á borð við þessa en það hreyfir ekki við mér að vita til þess að fyrir nokkrum mánuðum var kvöldmaturinn minn hvítt lamb með bleika snoppu og sagði meme.

Kynferðislegt samneyti manna við dýr er bannað í nafni dýraverndar. Þó hljótum við að viðurkenna að raunverulega ástæðan fyrir því banni er hugmynd okkar um syndina, eða ógeðfellt afthæfi en ekki sú hugmynd að dýrið bíði skaða af.

Ef dýravernd væri forsenda slíkrar lagasetningar, væri vitanlega líka bannað að drepa dýr og ég er allavega sannfærð um að ef dýrið fengi að velja, þá þætti því skárri kostur að láta manneskju riðlast á sér, en að vera drepið, hlutað í smástykki, grillað og étið með piparsósu og salati.

mbl.is Breti handtekinn fyrir dýraníð

Nánari útlistun

Hér http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/595028/ er að finna nánari skýringu á því hvað málið snýst um. Ég reikna að vísu ekki með því að þeir sem halda uppi umræðu sem einkennist af sleggjudómum og getgátum um eðli og uppruna mótmælenda kynni sér hana.Þeim fjölgar þó stöðugt sem vilja taka afstöðu byggða á upplýsingum og fyrir þá er þetta birt.

mbl.is Stöðvuðu vinnu í Helguvík

Peningaskortur ekki vandamálið

Í marsmánuði og safnaðist hópur fólks saman við kínverska sendiráðið til að mótmæla þjóðarmorðinu sem nú á sér stað í Tíbet. Marga laugardaga í röð hittist fólk þarna í hádeginu, stundum um 40 manns en oftar nær 20, stundum aðeins 4-5 hræður.  Þetta voru fullkomlega friðsöm mótmæli, eitt eða tvö kröfuspjöld og einn tíbeskur fáni, stutt ræðuhöld og í þau skipti sem ég mætti voru alltaf einhverjir sem tóku börnin sín með sér og ekkert sem benti til þess að nokkur hefði mætt þangað með það að markmiði að stofna til óeirða.Á þessum tíma var ekki að sjá að mannekla og fjárskortur stæði í vegi fyrir löggæslu í landinu. Á meðan á þessum stuttu og friðsamlegu fundum stóð, var Víðimelurinn varðaður lögreglubílum á hverju horni og iðulega gerðist það að verðir laganna væru fleiri en mótmælendur.

Vandamál lögreglunnar í dag er ekki fjárskortur. Vandamál lögreglunnar er sá sem ber ábyrgð á henni. Hann heitir Björn Bjarnason og hefur meiri áhuga á að tryggja vald ríkisins, stórfyrirtækja og auðmanna en að vernda íbúa landsins.

mbl.is 14 lögreglumenn á vakt