Ég er nokkuð sátt við aðgerðina í morgun. Síðast vorum við um 25, í dag vorum við um 200. Ráðherrar laumuðust inn bakdyramegin. Kannski tekst okkur að stöðva þá alveg næst. Enginn handtekinn í þetta sinn. Löggan er að læra. Ósköp hlýtur þeim mörgum að líða illa yfir því að ´þurfa´ að bögga okkur frekar en bófana. Ég spái því að á þorranum muni nokkrir lögreglumenn segja af sér og ganga til liðs við okkur.
Bankaaðgerð fyrirhuguð á morgun. Mæting á Austurvelli kl. 9:00.