Uppstokkun fyrir áramót

Þótt mér finnist Umhverfisráðherra alltaf þurfa að gera betur, held ég nú samt að Þórunn sé það skársta sem er í boði hjá þessari ríkisstjórn. Ég mun hinsvegar fagna með syngipartýi og ótæpilegu magni lífselexírs þegar BB verður látinn taka pokann sinn.

Það slæma við þessa frétt er þó að þessar ráðstafanir gætu orðið til þess að róa lýðinn og gefa ríkisstjórninni færi á halda áfram á þeirri braut að afselja okkur sjálfstæðinu.

mbl.is Uppstokkun fyrir áramót

One thought on “Uppstokkun fyrir áramót

  1. ————————

    Líklega verður BB skift út fyrir BB. Segir allt, sem segja þarf um ástandið…

    Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.12.2008 kl. 09:50
    ————————

    Slík uppstokkun væri ekki nóg, held ég. Ég skil ekki af hverju Þórunn á að fara, er það af því að hún sagðist vilja kosningar? Margt annað hefur verið sagt og látið ósagt sem er mun alvarlegra en það. Það er vont fyrir sálina að vera með ráðamenn sem maður treystir engan veginn þegar þörfin er mest.

    Eva (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:47

Lokað er á athugasemdir.