![]() |
Reyndu að loka Fjármálaeftirlitinu |
Greinasafn eftir:
Pappírstætaraaðgerð á mánudagsmorgun
Falleg og fjölskylduvæn aðgerð er fyrirhuguð fyrir utan Landsbankann í Austurstræti í fyrramálið, frá klukkan 10 og eitthvað fram á dag.
Mætum öll og setjum reikningana okkar í pappírstætarann. Ef hátt settir bankamenn, sægreifar og stjórnmálamenn eiga að fá skuldir sínar afskrifaðar, þá á það sama að gilda um okkur öll.
Förum svo að Bessastöðum og mótmælum fjárlögunum eftir hádegið.
Hætta þessu rugli
Hversu lengi á það að viðgangast að lán séu tekin til að styðja þennan ónýta gjaldmiðil og að þeir verst settu séu beittir endalausum ‘hagræðingum’?
Flykkjumst að Bessastöðum og skorum á Óla að samþykkja ekki fjárlögin.
Mér finnst svo að þeir sem vilja ættu að nota tækifærið og krefjast þess líka að hann beiti sér gegn lántökum til að styrkja krónuna.
Bessastaðir á mánudag
Á mánudag kl 14 ætlar hópur fólks að Bessastöðum og skora á forsetann að samþykkja ekki fjárlögin.
Ríkisstjórnin ætlar að beita skurðarhnífnum af mestri hörku gagnvart þeim sem minnst mega sín og það samþykkjum við ekki.
Mætum öll og höldum uppi friðsamlegum mótmælum gegn niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og velferðarkerfinu.
Það virkar
![]() |
Rúður brotnar |
Fallöxi í sjónmáli
Í dag fékk Jón Ásgeir Jóhannesson snjóbolta í trýnið. Smáborgarar veina skríll og ofbeldiog hverju haldiði nú að þetta skili? Þeir harðsvíruðustu segja gott á’ ann.
Þótt sé fullmikið gert úr þessari frétt, verð ég að segja að mér finnst vægast sagt varhugavert að fara inn á þessa braut. Á hinn bóginn get ég alveg sagt ykkur hverju þetta skilar. Þessi snjóboltaaðgerð mun nefnilega virka eins og snjóbolti, þ.e. hlaða utan á sig mjög hratt. Fljótlega mun einhver gera alvöru árás á einhvern þessara manna og það verður til þess að þeir halda sig frá landinu.
Ég var á borgarafundi í kvöld þar sem fram kom að engin leið er til þess að koma lögum yfir þessa menn. Það er heldur ekki hægt að frysta eignir þeirra nema ákæra liggi fyrir og framferði þeirra er svo rosalega löglegt að það er illmögulegt að kæra þá og útilokað að sakfella þá. Ég spái því að dómstóll götunnar muni svara þessum gölluðu lögum okkar, með því að dæma útráarvíkingana og hugsanlega fleiri menn til útlegðar. Ég vona allavega að svo verði, því annars er bara tímaspursmál hvenær fallöxin verður tekin í notkun hér á landi.
Yfirlýsingin frá hópnum sem fór í FME
Pólitísk aðgerð þann 18. des 2008
Fjármálaeftirlitið hefur brugðist þeirri skyldu sinni að veita viðskiptalífinu aðhald og eftirlit. Sú vanræksla er ein af ástæðum þess að þúsundir Íslendinga sjá fram á atvinnuleysi, eignamissi og jafnvel gjaldþrot. Almenningur stendur varnarlaus gegn afglöpum fjármálaeftirlitsins en stjórnarmenn sitja þó sem fastast í hálaunastöðum sínum, staðráðnir í að firra sig ábyrgð.
Í dag komum við saman í húsi fjármálaeftirlitsins, í þeim tilgangi að raska ró þeirra sem hér hafa verið að dunda sér við eitthvað allt annað en að sinna störfum í þágu þjóðarinnar. Við krefjumst þess að stjórn fjármálaeftirlitsins segi af sér og gefi viðunandi skýringar á því hvernig yfirvofandi bankahrun og það sjónarspil sem átt hefur sér stað í viðskiptalífinu, gat farið fram hjá þeim.
Við sættum okkur ekki við að þeir sem bera ábyrgð á efnahagshruninu haldi áfram að mata krókinn á kostnað almennings. Við krefjumst þess að stjórn fjármálaeftirlitsins víki.