Fyrir þá sem skilja ekki hvers vegna við viljum Ísland úr Nató

Nato er hernaðarbandalag vestrænna ríkja. Það er ekki kennt í grunnskólanum, en vestræn ríki, hinn svokallaði fyrsti heimur, eru gömlu nýlenduríkin. Ríkin sem rúðu restina af heiminum inn að skinni og viðhalda enn valdi sínu með efnahagslegu ofbeldi og ríkisreknum hernaði. Meira og minna allur hernaður og átök í heiminum í dag á rætur að rekja til nýlendustefnunnar sem aldrei dó í raun og er viðhaldið af vestrænum bandalögum, bæði óformlegum og formlegum. Þeirra stærst og hættulegast er NATO, og það bandalag verður að brjóta til grunna. Skref í áttina að því að gera það brottrækt af Íslandi og það verk munu stjórnmálamenn, sama hverjir þeir eru, ALDREI vinna.

Auk þess hendum við of miklum pening í hernað á meðan heilbrigðiskerfið er svelt.

Gungurnar flýja mótmælendur

Nú ætla stjórnsnillingar vorir að afstýra mótmælum. Þjóðmenningarhúsið hefur verið afbókað og Natópartýið flutt eitthvert annað. Yfirvöld eru greinilega skíthrædd við íslenskan almenning og hafa ástæðu til. En við látum ekki gungurnar stöðva okkur. Við munum finna út hvar stríðsherrarnir halda sig og sýna þeim alla helvítis ölgerðina. Við rákum ríkisstjórnina og við getum líka rekið Nató. Fylgist með hér til að fá upplýsingar um fundinn og ef þið vitið eitthvað sem gæti komið að gagni, hafið þá samband við mig strax.

Þjóðhátíð -af ærnu tilefni

Til hamingju með búsáhaldabyltinguna. Höldum þjóðhátíð í kvöld. Við þurfum ekkert að láta kulda stoppa okkur. Ef viðrar ekki fyrir götupartý á Austurvelli þá bara fyllum við veitingastaðina. Ef hefur einhverntíma verið ástæða til að splæsa í latte þá er það núna. Tökum gítarinn með inn á staðina og syngjum.

Búsáhaldabyltingin virkaði!

Frábær árangur. Beinar aðgerðir virka. Þúsundir manna hafa nú tekið þátt í ólöglegum mótmælum í heila viku enda er stjórnin búin að gefast upp.

Þetta er auðvitað bara áfangasigur. Við þurfum líka að tryggja að hér verði tekið upp nýtt stjórnkerfi sem býður ekki upp á að völd geti safnast á fáar hendur, að mikilvægum upplýsingum sé haldið leyndum og að útilokað sé að losna við vanhæft fólk úr embættum.

Þjóðhátíð í kvöld. Allir á Austurvöll með börnin sín og afa, kassagítar og kakóbrúsa, sjóðum egg og setjum á samlokur (eða geymum þau fyrir natófundinn), það er engin ástæða til að kasta eggjum í kvöld. Fögnum og skemmtum okkur. Byrjum kl 7 og sýnum í búum miðbæjarins þá tillittsemi að hætta snemma.

Lifi byltingin, búsáhaldabyltingin.

Fimm handteknir

mbl.is

Mótmælt við Seðlabankann 

Enda þótt mótmæli væru enn í fullum gangi, gaf löggan út fréttatilkynningu um að þeir hefðu stöðvað mótmælin! Svo var ekki. 5 hafa verið handteknir. Þau hafa ekki fengið að vita hversvegna, en það er nú ekkert nýtt að fólk sé handtekið án þess að löggan geti gefið upp ástæðu. Það má alltaf skálda hana upp síðar.

Voru raddir fólksins þá falskar?

mbl.is Hænuskref í rétta átt

Kröfurnar sem hafa hljómað á Austurvelli 15 laugardaga í röð eru þessar:-Ríkisstjórnina burt núna. Þjóðstjórn núna, kosningar í vor.

-Bankastjórn Seðlabankans burt.

-Stjórn Fjármálaeftirlitsins burt.

Getur einhver af þessum ‘röddum fólksins’ sem hafa drullað yfir Hörða Torfason hér á blogginu, gefið mér ástæðu fyrir því að slá af þessum kröfum núna? Var röddum fólksins virkilega ekki meiri alvara en svo að veikindi eins manns þyki mikilvægari en framtíð lands og þjóðar?