Þá vitum við það

Að mati lögreglunnar eru pólitískar aðgerðir mun alvarlegra mál en ölvunarakstur. Það er svosem skiljanlegt því ölvunarakstur er einungis ógn við líf og heilsu almennra borgara, þar sem hávaði á bál á Lækjartorgi fela hinsvegar í sér yfirlýsingu um að andóf verði ekki kæft með lögum, reglugerðum og valdbeitingu. Pólitískar aðgerðir ógna nefnilega sjálfu yfirvaldinu og hafa þegar komið mörgum óhæfum embættismönnum og kerfisköllum frá völdum. Slíkt ber lögreglunni að stöðva, sama þótt fylliraftar aki meðborgara sína niður á meðan löggan bjargar nokkrum vörubrettum frá bruna.

mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi

Sýnum þeim kærleika

Ég legg til að við förum öll í gönguferð í kringum tjörnina, berrössuð og bjóðum útrásarvíkingum, bankastjórum, embættismönnum og pólitíkusum að þrykkja í þarmana á okkur.

Þjóðin er að ganga í gegnum fjárhagslega hópnauðgun og þar sem búið er að banna hávaða í mótmælaskyni, er ekki um annað að ræða en að gefast upp og sýna nauðgurum okkar kærleika og undirgefni. Táknræn aðgerð af þessu tagi myndi undirstrika friðarvilja þjóðarinnar og kærleiksþel á erfiðum tímum. Jóhanna getur svo komið með vaselín til að draga úr mesta sársaukanum.

mbl.is Selja íbúð á Manhattan

Afsakið mig meðan ég æli

Kærleika sýnir maður í verki, af hjartans dýpstu rótum, fólki sem manni þykir vænt um, fólk sem ekki hefur unnið til annars, fólki sem þarfnast þess, fólki sem af hendingu verður á vegi manns, fólki í sama húsi og fólki í fjarlægum heimshlutum.Við þurfum ekki að fara í gönguferð kringum tjörnina til að sýna hvert öðru kærleika. Enda er þetta uppátæki ekkert annað en væmin og hallærisleg tilraun til að telja okkur trú um að friður skuli ríkja í samfélagi þar sem enginn grundvöllur er fyrir friði. Þeim sem reyna að kúga okkur og þagga niður í okkur sýnum við engan kærleika. Við getum sýnt þeim miskunn, við getum haft samúð með öllu sem lifir, við getum sýnt þeim þá virðingu sem allar manneskjur eiga rétt á, en kærleika nei takk.

Skilaboðin til yfirvaldsins þessa dagana ættu ekki að vera: við elskum ykkur, heldur ‘drullist til að uppræta spillingu og valdníðslu ef þið viljið ávinna ykkur kærleika, virðingu og frið.’

Þau gætu byrjað með því að upplýsa okkur almennilega um afsalið á fjárræði okkar.

mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli