Að mati lögreglunnar eru pólitískar aðgerðir mun alvarlegra mál en ölvunarakstur. Það er svosem skiljanlegt því ölvunarakstur er einungis ógn við líf og heilsu almennra borgara, þar sem hávaði á bál á Lækjartorgi fela hinsvegar í sér yfirlýsingu um að andóf verði ekki kæft með lögum, reglugerðum og valdbeitingu. Pólitískar aðgerðir ógna nefnilega sjálfu yfirvaldinu og hafa þegar komið mörgum óhæfum embættismönnum og kerfisköllum frá völdum. Slíkt ber lögreglunni að stöðva, sama þótt fylliraftar aki meðborgara sína niður á meðan löggan bjargar nokkrum vörubrettum frá bruna.
![]() |
Bál kveikt á Lækjartorgi |