Arnaldur er ofmetinn

Ég held að Arnaldur Indriðason hljóti að vera ofmetnasti rithöfundur Íslandssögunnar. Mér finnst, þrátt fyrir andúð mína á þeim bókum hans sem ég hef þegar lesið, ótrúlegt að verulegar vondar bækur vinni til verðlauna í fjölþjóðlegri samkeppni svo ég ákvað að gefa Grafarþögn séns. Fyrsti kaflinn slapp nokkurn veginn en síðan hefur höfundur hvað eftir annað komið upp um hæfileikaleysi sitt sem rithöfundar. Nú er ég komin á bls 41 og það er fyrst hér sem bullið gengur fram af mér.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur, sem þrátt fyrir áratuga starf við að upplýsa morð og myrkraverk hefur ekki varphænuskilning á því málfari, siðareglum og hugsunarhætti sem einkennir undirheima Reykjavíkur, eltir fremur ógæfulegan mannvesaling út af Kaffi Austustræti og nær að hrinda honum í götuna. Og hér kemur svo gullkorn úr þessari stórmerkilegu Glerlyklissögu:

Tvö pilluglös hrundu úr vösum hans og Erlendur tók þau upp. Sýndist það vera e-töflur.

Af hverju gefa svona fáir góðir höfundar út glæpasögur? Kannski af því að góðir höfundar gera þá kröfu til sjálfra sín að þeir viti EITTHVAÐ um umfjöllunarefnið? Arnaldur virðist allavega vera alveg laus við að hafa vit á því sem hann skrifar um.

Kannski spurning um afvötnun?

Krefjumst forréttinda til að leyfa náttúrunauðgurum og mannréttindaníðingum að halda áfram að menga himinn og jörð. Tökum hins vegar á okkur skuldbindingar einhverra auðvaldsdrulluhala sem spurðu okkur aldrei álits.

Að vera Íslendingur í dag, er eins og að vera giftur virkum alkóhólista. Maður getur ekki vænst þess að neitt sé rökrétt, skynsamlegt eða réttlátt. Það eina sem við getum gert er að bíða eftir að botninum verði náð, eða koma okkur í burtu.

Á hverskonar efnum er þessi þjóð eiginlega?

mbl.is Vilja standa vörð um íslenska ákvæðið

Þessvegna hef ég áhyggjur af því að AGS fari illa með okkur

‘Samstarf’ okkar við AGS merkir í raun að Íslendingar hafa afsalað sér fjárræði sínu

Í flestum ríkjum sem AGS hefur veitt neyðarlán
-hafa ríkisfyrirtæki verið einkavædd
-einokun erlendra fyrirtæka (oftast bandarískra) komið á
-velferðarkerfið skorið niður
-dregið verulega úr starfsemi stéttarfélaga
-vextir af láninu hækkaðir þar til landið stendur ekki undir greiðslum
-og þá eru auðlindir þess teknar upp í skuldina
-og þjóðin svipt sjálfstæði sínu.

Við höfum ekki fengið nein svör um skilyrði AGS fyrir neyðarláni.
Við vitum ekkert hvernig á að borga það lán upp.
Við vitum ekki hversu miklar heimildir AGS hefur til að setja skilyrði eftir á eins og gerst hefur í öðrum löndum.

Við eigum skýlausa heimtingu á að fá þessar upplýsingar STRAX.

Umræður hér: https://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/þessvegna-hef-ég-áhyggjur-af-því-að-ags-fari-illa-með-okkur/52941033659/

 

 

 

Er eitthvað uppi á borðinu EINHVERSSTAÐAR?

Áðan kom til mín maður og spurði hvort ég ætlaði á árshátíð Lýðveldisbyltingarinnar.

Ég hef ekkert komið nálægt Lýðveldisbyltingunni sjálf en var hrifin af hugmyndinni en samkvæmt netsíðu hreyfingarinnar er Lýðveldisbyltingin tilraun til þess að móta hugmyndir án leynimakks og valdasýki. (Sjá nánar hér http://www.lydveldisbyltingin.is/index.php/Lydveldisbyltingin:Um)

Þótt ég hafi ekkert komið nálægt þessari hreyfingu sjálf, varð ég samt dálítið hissa á að hafa ekki frétt af árshátíð, þar sem góð vinkona mín sér um vefinn fyrir Lýðveldisbyltinguna og ég hefði nú frekar átt von á því að fá boð frá henni. Nema hvað, hún hafði bara ekkert frétt af þessari árshátíð.

Ef þeir sem kenna sig við gagnsæi og opna umræðu geta ekki einu sinni haft hluti eins og árshátíð uppi á borðinu, er þá nokkur von til þess að stjórnmálaflokkar hafi fjármál sín uppi á borðinu?

Flokkakerfið er fullreynt en svona uppákomur vekja efasemdir um að lýðræði sé raunhæf hugmynd. Hverskonar samfélag vill fólk eiginlega?