Arnaldur er ofmetinn

Ég held að Arnaldur Indriðason hljóti að vera ofmetnasti rithöfundur Íslandssögunnar. Mér finnst, þrátt fyrir andúð mína á þeim bókum hans sem ég hef þegar lesið, ótrúlegt að verulegar vondar bækur vinni til verðlauna í fjölþjóðlegri samkeppni svo ég ákvað að gefa Grafarþögn séns. Fyrsti kaflinn slapp nokkurn veginn en síðan hefur höfundur hvað eftir annað komið upp um hæfileikaleysi sitt sem rithöfundar. Nú er ég komin á bls 41 og það er fyrst hér sem bullið gengur fram af mér.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur, sem þrátt fyrir áratuga starf við að upplýsa morð og myrkraverk hefur ekki varphænuskilning á því málfari, siðareglum og hugsunarhætti sem einkennir undirheima Reykjavíkur, eltir fremur ógæfulegan mannvesaling út af Kaffi Austustræti og nær að hrinda honum í götuna. Og hér kemur svo gullkorn úr þessari stórmerkilegu Glerlyklissögu:

Tvö pilluglös hrundu úr vösum hans og Erlendur tók þau upp. Sýndist það vera e-töflur.

Af hverju gefa svona fáir góðir höfundar út glæpasögur? Kannski af því að góðir höfundar gera þá kröfu til sjálfra sín að þeir viti EITTHVAÐ um umfjöllunarefnið? Arnaldur virðist allavega vera alveg laus við að hafa vit á því sem hann skrifar um.