Hreinsun

„Holskeflur af afbrýðisemi, minnimáttarkennd, gremju, sjálfsvorkunn og hroka dundu á mér fyrirvaralaust en hurfu jafn skjótt og þær birtust. Það var engu líkara en það væri að hreinsast úr skúmaskotum hugans.“ segir maðurinn sem líður eins og meistara.

Eh -já. Ég verð líka brjáluð í skapinu og miður mín þegar ég er svöng. Það er ekki „hreinsun“ heldur eðlileg viðbrögð við næringarskorti.

Betri löggæslu takk

Lögreglan í Vestmannaeyjum náði tveimur jónum um helgina og 5 grömmum af maríjúana líka. Heppnir eru Vestmannaeyingar. Annars hefðu jónurnar sennilega verið reyktar og Gvuð má vita hvernig það hefði endað. Sennilega í heróínsprautum en nú hefur þessum ungu konum verið forðað frá slíkum örlögum, þökk sé skynsamlegri fíkniefnalöggjöf.

Hvernig stendur annars á því að lögreglan gerir ekkert til þess að uppræta gvuðlast í íslensku samfélagi? Eða klámið maður, klámið!

Lögreglan þarf að gera klám- og gvuðlastsrassíu bæði í netheimum og í heimahúsum. Annars endar þjóðmenningin í einni allsherjarorgíu. Það gæti jafnvel endað með því að Helvíti yfirfyllist af fordæmdum sálum.

Just why?

Nú held ég að það væri hið besta mál ef kynjahlutföll lögregluþjóna breyttust en aðallega vegna þess að ég álít að starf lögreglunnar ætti að vera allt öðruvísi en það er í dag. En ef lögreglan á að endurspegla samfélagið, þarf þá ekki að gæta þess að þar sé hæfilegt hlutfall fatlaðra, eldri borgara, afbrotamanna… Hversvegna ætti löggan að endurspegla samfélagið?

Gísli um lekamálið

„Gísli útilokar ekki að óbreyttir starfsmenn ráðuneytisins safni persónuupplýsingum um hælisleitendur og leki þeim til fjölmiðla“ segir hér

Gísli þessi er trúarnöttari. Hann var og er hugsanlega enn formaður rekstrarráðs Fíladelfíusafnaðarins. Hann hefur skrifað og talað um hernám Ísraelsmanna í Palestínu og stríðsglæpi þeirra eins og sú hegðun eigi fullkomlega rétt á sér og margsinnis farið rangt með heimildir um sögu Palestínu. Þetta ræður Hanna Birna sem aðstoðarmann. Finnst ykkur það í lagi?

Staðalmyndir

Nú ætla ég að ausa úr viskubrunni mínum fyrir þá sem eftir margra áratuga umræðu eru ennþá að spyrja hvers vegna fólk eltist við óraunhæfar staðalmyndir.

Það er vegna þess að fólkið sem fellur inn í þessar óraunhæfu staðalmyndir er fallegra, vinsælla, valdameira og ríkara en við hin. Ætli sé líka erfitt að skilja hversvegna það þykir eftirsóknarvert?

Myndbirtingar af sakamönnum

Ég hef efasemdir um gagnsemi þessarar síðu. Mér finnst rangt að birta nöfn og myndir þegar nöfn eru ekki birt í dómnum vegna þess að það er oftast af tillitssemi við þolendur sem nöfn eru ekki birt í dómum. En hvernig í ósköpunum getur verið ólöglegt að birta myndir af sakamönnum? Hvaða lagagrein eiga þeir að hafa brotið gegn?

Feðraveldi Siðmenntar?

Árið 2011 mótmæltu feministar kynjahalla Kiljunnar. Ég spurði ítrekað hvaða konur hefðu verið sniðgengnar. Einu svörin voru „barnabókahöfundar“ og „Guðrún frá Lundi“. Þegar ég benti á þetta nefndi einhver kvenrithöfund sem hafði ekki gefið út bók í 5 ár. Annar taldi að Þórdís Gísladóttir, sem var boðin í þáttinn, hefði verðskuldað meiri athygli. Ingunn Snædal var eina konan sem með nokkurri sanngirni hægt að segja að hafi verið sniðgengin.

Nú er kynjabias Siðmenntar gagnrýndur. Ég get nefnt mannréttindakonur en man enga sem ég tel verðugri en Jón Gnarr. Hún kann þó að vera til. Ég hef beðið um tillögur en ekkert svar fengið.