Greinasafn eftir:
Klám er: „það sem ég vil ekki sjá“
Ég rakst á hreint út sagt stórkostlega skilgreiningu á klámi á vefsíðu Kristínar Tómasdóttur.
“Klám eru athafnir sem þú myndir ekki vilja vita af né sjá dóttur þína, systur eða sambærileg skyldmenni í.” Halda áfram að lesa
Pabbar geta andskotinn hafi það grenjað ef þá langar til
Hvaðan kemur sú hugmynd að karlmenn hafi í gegnum tíðina verið tilfinningabældari en konur, og af hverju nýtur þessi ranghugmynd svona mikilla vinsælda?
Karlar máttu ekki sýna merki um ótta, mikið rétt. En konur máttu heldur ekki sýna merki um frelsisþrá, hvað þá losta. Karlar áttu að bera harm sinn í hljóði og konur áttu að kyngja reiðinni.
Það eimir eftir af þessum viðhorfum ennþá. Það þykir ekki kvenlegt að slást og ég hugsa að flestir karlar reyni fremur að harka af sér en að skæla á almannafæri. Ég get samt ekki séð að karlar búi við neitt meiri bælingu en konur. Eða hver hefur eiginlega bannað þeim að grenja?
Femínismi er líka tilfinningin sem grípur þig …
-þegar þú kemur heim úr vinnu kl 20:15 og byrjar á því að taka niður þvottinn, ekki af því að maðurinn þinn hafi ekki nennt því heldur hefur honum bara ekkert dottið það í hug
-þegar þú, nógu gömul til að vera amma, segir karlmanni með stolti að fyrirtækið þitt sé farið að skila hagnaði, færð einkunnina „dugleg stelpa“, og veist að það er ekki hugsað sem móðgun heldur hrós
-þegar karlmanni lýst vel á þig, þú sýnir engin viðbrögð sem gefa til kynna að það sé gagnkvæmt en hann heldur samt að þú sért ástfangin af honum
-þegar þú viðurkennir að fallegar konur geti kannski við ákveðnar aðstæður haft kynferðisleg áhrif á þig og kærastinn þinn tekur því sem vilyrði fyrir því að fá aðra konu upp í rúm
-þegar þú kemst að því að unglingsstrákur með enga menntun eða starfsreynslu er á hærri launum en þú en getur ekkert gert í því þar sem launaleynd ríkir hjá fyrirtækinu
-þegar þú áttar þig á því að reglan; sömu laun fyrir sömu vinnu, gildir ekki í íþróttum
-þegar þú hlustar á rökin „þér finnst það gott þegar þú ert búin að venjast því“ frá tíunda karlinum í röð
-þegar þú kynnist fullkomnum karlmanni sem segir þér, geislandi af umhyggju að ef komi til sambúðar muni hann „leyfa þér“ að vera heima og skrifa
Feminismi er tilfinningin sem grípur þig:
Heiðurinn og gleðin
Ég hef engan áhuga á íþróttum en mig svíður í réttlætiskenndina þegar fólki er mismunað vegna kynferðis síns. Sjaldan hefur reynt jafn mikið á blöskurspan mitt og þegar ég heyrði stjórnarmann KSÍ lýsa því yfir í Kastljósinu að stelpurnar ættu nú bara að gera sig ánægðar með heiðurinn af því að fá að spila fyrir landsliðið. Af hverju í ósköpunum eru strákarnir þá ekki á sömu kjörum og fá greitt í heiðri og leikgleði?
Ég sá ekki þessa færslu fyrr en í dag. Finnst hún þess virði að lesa hana.
Alltaf sleppa þessar ógeðsmæður
Hver leggur trúnað á að móðir taki ekki eftir því ef framin hefur verið skurðaðgerð á barninu hennar með eldhússkærum? Halda áfram að lesa