Vinkona mín benti mér einu sinni á athyglisverða líkingu, þar sem fjölskyldu var líkt við óróa. Það þarf ekki mikið til að koma hreyfingu á óróann en þegar hann er látinn í friði fara allir hlutar hans alltaf í sömu stellingu. Ef nýjum hlut er bætt við, hreyfist óróinn í smástund en nýi hluturinn fellur svo í ákveðna stellingu og áður.
Það má yfirfæra þessa líkingu á samfélagið allt. Það að skipta um manneskjur í tilteknum stöðum, breytir óróanum sáralítið, eina leiðin til að eitthvað gerist er sú að halda honum á hreyfingu. Halda áfram að lesa