Og þetta þykir virðingarvert starf

Má bjóða þér verulega kvenfjandsamlegt starf?

Vinnu sem felst í því að þrefa og þrasa allan daginn?

Vinnuumhverfi sem reynir á og þroskar eiginleika eins og metnað, áhættusækni, ákveðni og orðheppni en þar sem eiginleikar á borð við umhyggju, samviskusemi, varkárni og sanngirni eru lítils metnir og jafnvel taldir veikleikamerki? Halda áfram að lesa

Mella eða maddama

siv

Ætlast menn virkilega til þess að ósmekkleg pólitík geti af sér smekklegan húmor?

Vændi verður víst seint talið fínt. Skírlífi var fundið upp til þess að tryggja ríkum körlum og voldugum einkaaðgang að konum og sú hugmynd að kona sem á kynferðislegt samneyti við marga menn sé skítug og óheiðarleg virðist ódrepandi þrátt fyrir breytta afstöðu til eignarhalds karla á konum. Verstar eru þó þær druslur sem hafa tekjur af lauslæti sínu. Það þykir mun verra að græða á kynferðislegu aðdráttarafli en félagslegri stöðu sinni, fjölskyldutengslum, pólitískum tengslum o.s.frv. enda hafa karlar í gegnum tíðina notað þær aðferðir sér til framdráttar. Halda áfram að lesa

Þú ert með nauðgara á vinalistanum þínum

fbFyrir langalöngu fékk ég póst á facebook frá konu sem ég þekkti ekki neitt. Skilaboðin voru þessi: ’Veistu að þú ert með nauðgara á vinalistanum þínum?’

Nei, ég hafði nú ekki vitað það og hrollurinn skreið niður eftir bakinu á mér. Hún sagði mér nafn mannsins og frá gömlu dómsmáli þar sem hann var í aðalhlutverki. Ljótt mál og frásögnin trúverðug.

Halda áfram að lesa

Bleikt klám

Ég hef verið kölluð klámsinni, af því að ég er mótfallin ritskoðun. Af því að þótt mér kunni að þykja einhver list og dægurmenning vond og lágkúruleg, finnst mér tjáningarfrelsið of dýrmætt til að fórna því á altari smekklegheita og siðsemi.

Það er hinsvegar sitthvað ritskoðun og ritstjórn. Sumu efni hæfa bara ekkert hvaða miðlar sem er og klám er meðal þess efnis sem maður á að geta fulla stjórn á hvort maður verður var við eða ekki. Það er þessvegna sem dagblöð og aðrir almennir fréttamiðlar birta ekki hópreiðarsögur og innanpíkumyndir.

Undarlegt nokk virðist þessi ritstjórnarstefna þó eingöngu gilda um blátt klám. Það er hinsvegar orðið fátítt að ég opni íslenskan netmiðil, án þess að við mér blasi bleikt klám af einhverjum toga. Fréttir af einkalífi fólks sem hefur unnið sér það til frægðar að vera duglegt að djamma. Myndir af þessu sama fólki og tenglar á fróðleiksmola af bleikt.is. Ég held að Smugan sé eini miðillinn sem ég skoða reglulega sem hlífir mér við áreiti af þessu tagi.

Þeir sem hafa áhuga á þessu efni hafa greiðan aðgang að því og ekki vil ég að bleikt klám verði bannað frekar en blátt. Mér þætti hinsvegar við hæfi að fréttamiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega, slepptu því að troða þessum hroða upp á lesendur sína.