Ég var að lesa SCUM, fyrst nú, hef aldrei lesið ávarpið í heild áður. Þetta umtalaða verk kom út í íslenskri þýðingu nú í sumar undir titlinum SORI. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Kynjahlutföll á Ted
Kynjahlutföllin á Ted.com eru eins og annarsstaðar, innan við 20% þeirra sem eitthvað leggja til umræðunnar eru konur. Í einum flokki eru konur í yfirgnæfandi meirihluta. Sá flokkur heitir beautiful og þar eru ekki framsöguerindi heldur tónlist.
Ég veit ekki hver áhorfshlutföllin eru en líklegt þykir mér að ef kæmi í ljós að konur hefðu minni áhuga á ted en karlar, þá yrði það skýrt með því að þar sem konur hafi „ógreiðara aðgengi“ að ted (les. þar sem biðlistar af körlum sem vilja komast að eru ekki lengdir í hið óendanlega á meðan verið er að reyna að dekstra konur til að láta ljós sitt skína) og þar sem ted.com sé karlmiðaður fjölmiðill, sé hann ekki aðlaðandi fyrir konur.
Sigur stóru systur
Um mánaðamótin ágúst-september var gífurleg þörf fyrir vændisathvarf í Reykjavík. En svo upprætti stóra systir eftirspurn eftir vændi og nú er engin þörf lengur. Allavega lítil aðsókn í afmellunarmeðferð, ætli hið rausnarlega dónakallaframlag Kópavogsdónans fari ekki bara í að kynda tómt hús?
Eiga tilfinningarök rétt á sér?
Um daginn skrifaði Kristinn Theódórsson pistil um tilfinningarök í tengslum við vændisumræðuna og nú bætir Einar Karl Friðriksson um betur og ræðir tilfinningarök út frá nytemissjónarmiði. Halda áfram að lesa
Þar sem Smugan klikkaði á að taka fram að Farley er rugludallur
The Guardinan birtir niðurstöður nýjustu bullrannsóknar Melissu Farley og Smugan tengir á spekina. Halda áfram að lesa
Stráreður vikunnar
Einhvernveginn snerist umræðan um klámvæddu móðurástina upp í pælingar um soralegt ímyndunarafl Maríu Lilju sem stakk upp á hugsanleika þess að eldiviðardrumbarnir væru reðurtákn. Mér finnst kostulegt að fólk skuli velja að beina athyglinni að því smáatriði fremur en því sem málið snýst um, sem er einhverskonar daður við sifjaspell, leikur að hugmyndinni um fegurðarsamkeppni móður og dóttur, tilraun til að má út mörkin milli ástúðlegs sambands og erótísks, kannski fleira. Halda áfram að lesa
Að hata feminista
Magnús Sveinn Helgason veltir fyrir sér þeirri orðræðu og heift sem viðgengst þegar rætt er um og við feminista og ég get svosem tekið undir margt af því sem hann segir. Skítkastið gengur stundum fram af manni.