Um daginn spurði ég Önnu Bentínu Hermansen í umræðum hér á Pistlinum, hvort það væri rétt að sálfræðingur hefði sótt um vinnu hjá Stígamótum en ekki fengið starfið af því að hún féllist ekki á skýringu kynjafræðinnar á orsökum kynferðisofbeldis. Halda áfram að lesa →
Greinasafn eftir:
Frjáls og óábyrg
Í Afghanistan ríkir feðraveldi. Það merkir að feður ráða yfir börnum sínum, einkum dætrum. Á Íslandi ríkir ekki feðraveldi. Jafnrétti kynjanna er lögfest og almennt viðurkennt að fólk skuli metið að verðleikum óháð kynferði sínu. Halda áfram að lesa
Tölum um klám
Og af því að þú ert nú sennilega með það á hreinu að ég ætla ekki að fara að vanda um fyrir þér eða ljúga því að þér að þú verðir nauðgari af því að skoða klám, langar mig að biðja þig að hlusta aðeins á mig. Þú mátt gjarnan svara líka. Halda áfram að lesa
Gestapistill vegna ummæla Guðrúnar Betu Mánadóttur
Mér hefur borist bréf sem ég fékk leyfi til að birta sem gestapistil Halda áfram að lesa
This is not funny!
Ég hef gaman af blæbrigðaríku máli og nýsköpun á því sviði. Hef t.d. tekið fagnandi nýmerkingum á borð við pylsupartý um samkomur þar sem karlar eru allsráðandi. Sjálf hef ég kallað pennann á bak við fuglahvísl amx smátittling og ég hló upphátt þegar ég heyrði hið bráðskemmtilega orð hrútskýring. Halda áfram að lesa
Jafnréttissamstarf við Kínverja?
Kona sem kennir sig við feminisma lét þau orð falla á umræðukerfi Smugunnar í gær að sú athygli sem ég fengi væri „dulbúið hamslaust kvenhatur samfélags sem þolir ekki að horfast í augu við sig sjálft.“
Nú hefur forsætisráðherra rætt aukið samstarf á sviði jafnréttismála við forsætisráðherra Kína. Ég reikna fastlega með að hugmyndin sé sú að við kvenhatarar, lærum eitthvað um jafnréttismál af Kínverjum. Því varla ætlar þjóð sem sjálf kúgar konur svona ofboðslega að fara að kenna öðrum?
Þessvegna er ég að þessu
Svona af því að margir hafa spurt…
Tilgangur minn með þessari klámvæðingar- og nauðgaraumræðu er: Halda áfram að lesa