Samband mitt við Djöfulinn hefur verið stormasamt á köflum. Mig langar að vera snillingur. Mig langar að skrifa eitthvað svo þrusugott að fólk læri það utanbókar án þess að vita hver ég er. Kannski hugljúft kvæði sem bæjarstarfsmaður raular á leið í vinnuna eða eitthvað svona gáfulegt sem snjáldurverjar eigna Einstein eða Dalai Lama og klístra á fb-vegginn sinn ásamt mynd af sólarlagi. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Íslenskar druslur
Ég ber blendnar tilfinningar til meintra feminista. Það besta við feministahreyfinguna er að hún er á köflum óþolandi og þar með nógu ögrandi til þess að knýja fram umræðu. Mér þykja yfirvaldstilburðir þeirra andstyggilegir en held líka að það gæti orðið hættulegt að kippa áhrifum þeirra úr sambandi. Halda áfram að lesa
Druslur og dindilhosur
Ég hef líklega verið í 9. bekk. Við vorum í dönskutíma, skiptumst á um að lesa og þýða. „Kvinderne hylede af fryd“ las einn. „Konurnar emjuðu af frygð“ þýddi annar. Kennarinn skellti upp úr og útskýrði góðlátlega að reyndar þýddi fryd gleði en frygð væri nú samt góð ágiskun því sennilega væru bæði orðin af sömu rót. Halda áfram að lesa
Egill getur sjálfum sér um kennt
Einu sinni var stúlka sem var athygilssjúk. Henni þóttu bólfarir hin besta skemmtun og hún bar enga sérstaka virðingu fyrir siðferðishugmyndum meirihlutans. Halda áfram að lesa
Vá hvað mér hefur verið nauðgað oft
Ég var mjög ung þegar ég þvældi mér í ástarsamband við mér eldri mann. Ég var dauðástfangin af honum og hann kom illa fram við mig. Særði mig oft og illa. Ég held reyndar að þetta samband hafi sett varanlegt mark á mig. Það er samt fyrst núna sem það er að renna upp fyrir mér að með þeirri hegðun sinni að standa í kynlífssambandi við ástfanginn ungling, án þess að ætla að giftast mér og eignast með mér börn, var maðurinn í raun að beita mig kynferðisofbeldi. Halda áfram að lesa
Han irriterede mig
Þann 13. september 2008 varð 15 ára stúlka fyrir hópnauðgun á almenningsklósetti á járnbrautarstöð í Danmörku. Eða það sögðu blöðin allavega. Og hún sjálf. Halda áfram að lesa
Hollinn skollinn pílarollinn
Orðið hljóð er eitt af merkilegustu orðum íslenskunnar. Það táknar bæði hávaða og þögn og felur þannig í sér tvær fullkomlega gagnstæðar merkingar.