Þú veist að þú ert orðin fullorðin þegar þú kaupir þér skó af því að þeir eru þægilegir þótt þú getir fengið aðra miklu flottari á sama verði.
Þú veist að þú ert orðin gamall þegar Halda áfram að lesa
Þú veist að þú ert orðin fullorðin þegar þú kaupir þér skó af því að þeir eru þægilegir þótt þú getir fengið aðra miklu flottari á sama verði.
Þú veist að þú ert orðin gamall þegar Halda áfram að lesa
Eftir allan þann hroða af snyrtivörubæklingum sem ég hef prófarkarlesið undanfarið, á ég erfitt með að bera á mig krem án þess að efast um gáfur mínar. Ég hef alltaf haldið að tilgangurinn með kremi væri sá að mýkja húðina og styrkja. Nú veit ég að tilgangur krema er raunverulega sá að „veita aðstoð fyrir þreytta húð“ og koma á jafnvægi milli sálar og líkama.
Mér finnst sorglegt þegar áhugaverðir pistlahöfundar sem hafa hugrekki til að varpa fram óvenjulegum hugmyndum og spyrja óþægilegra spurninga, verða svo oft fyrir persónulegum árásum og skítkasti að þeir neyðast til að loka á möguleikann á að senda inn athugasemdir til að komast hjá því að taka 4 vinnudaga í viku í að verja sig.
Einhver maður sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir, virðist hafa þá köllun í lífinu að sannfæra mig um að tungumálið sé það sem greini manninn frá dýrunum og geri hann þeim æðri. Sennilega hefur hann tekið einn félagsfræðiáfanga í öldungadeild einhvers framhaldsskóla og skrifað ritgerð um málið, upp á þokkalega einkunn, áður en hann hætti í skólanum af því að kennarahelvítið felldi hann í stærðfræði 102.
Ég hitti reglulega fólk sem hefur mikla og góða reynslu af andalæknum. Ég hef spurt nokkra að því hvort þeir geti komið mér í samband við andalögfræðing, andapípulagningamann eða andaendurskoðanda en það er víst fremur fábreytilegt atvinnulíf í Himnaríki svo það hefur ekki gengið upp. Ég held að þetta sé voða mikið svona 1920 samfélag þarna uppi, allt menntaða liðið annaðhvort kennarar eða læknar. Og nokkrir hörpuleikarar jú. Halda áfram að lesa
Móðirin var í öngum sínum. Stöðug valdabarátta við fimm ára dóttur hennar var gjörsamlega að fara með geðheilsu hennar og félagslíf til fjandans, að maður tali nú ekki um sjálfsmynd þess sem býr við ógnarstjórn smábarns. Halda áfram að lesa