Oh, mig svíður svo í sálina þegar ég heyri svonalagað.
Hvað sem öllu kreppugrenji líður eru flestir Íslendingar ósiðlega ríkir. Og jájá, það er til fullt af fólki á Íslandi sem á bágt en ástæðan fyrir því er misskipting, og kannski að einhverju leyti eymdarhvetjandi kerfi en ekki það að við höfum ekki bolmagn til þess að halda utan um þá sem raunverulega þurfa á því að halda.