Mikið ósköp á hann Magnús Þór bágt

Oh, mig svíður svo í sálina þegar ég heyri svonalagað.

Hvað sem öllu kreppugrenji líður eru flestir Íslendingar ósiðlega ríkir. Og jájá, það er til fullt af fólki á Íslandi sem á bágt en ástæðan fyrir því er misskipting, og kannski að einhverju leyti eymdarhvetjandi kerfi en ekki það að við höfum ekki bolmagn til þess að halda utan um þá sem raunverulega þurfa á því að halda.

Halda áfram að lesa

Trix

Samkvæmt Mogganum biðst Hillary Clinton afsökunar á því að annað fólk hafi kosið að snúa út úr orðum hennar og leggja í þau fremur fjarstæðukennda merkingu. Mér finnst það afspyrnu hallærislegt þegar fólk getur ekki viðurkennt mistök sín og beðist afsökunar á þeim. En mér finnst það ekkert síður hallærislegt að biðjast afsökunar á hysteríu (eða jafnvel viljandi mistúlkun) annarra. Halda áfram að lesa

Réttarhöldum frestað

Á 46 ára starfsferli Ragnars Aðalsteinssonar, gerðist það í fyrsta sinn í dag, að aðalmeðferð máls var frestað eftir að hún hófst (eftir að hafa verið frestað tvívegis áður) vegna þess að eitt vitna ákæruvaldsins forfallaðist.Það nánast sauð á honum. Sagði að þessi afgreiðsla hefði kannski verið réttlætanleg í morðmáli.

Þetta var afskaplega umbloggunarverður dagur en þar sem málinu var frestað, þrátt fyrir afdráttarlaus mótmæli verjanda og þar sem vitnaleiðslum er ekki lokið verða fréttirnar að bíða birtingar.

Víííí!

Hér var að berast frétt:Óli var sýknaður.

Ég finn ekkert um þetta á vefnum en Helga Páls hringdi í mig svo ég tel þetta öruggt. Trú mín á réttarkerfinu hefur aukist. Sjálf á ég að mæta fyrir rétt næsta mánudag.

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

Virðing

Virðing. -Ég hef velt fyrir mér merkingu orðins.Virða => Verð => Meta að verðleikum.
Virða => Það sem virðist. => Virða manneskjuna gaumgæfilega fyrir sér, reyna að horfa á meira en yfirborðið.Í ensku respect. Re-spect.

Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til.

Halda áfram að lesa