Kristín Ástgeirsdóttir gerir mistök eins og annað fólk. Að því leytinu er hún alveg óskaplega venjuleg manneskja. Hún er hinsvegar frekar óvenjulegur pólitíkus að því leyti að hún þarf ekki að ganga í gegnum margra mánaða fjölmiðlaeinelti og vakna upp við fólk með haka og heykvíslar úti á lóð hjá sér til að átta sig á því að reitt fólk róast yfirleitt þegar því verður ljóst að hinum ‘seka’ er ekki skítsama um það hvaða áhrif orð hans og gjörðir hafa. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Hæ, viltu gefa viltu gefa 600 kall til auglýsinga og 44 kr til rannsókna?
Mér finnst ömurlegt að heyra fullfrískt fólk sem býr við almenna velmegun lýsa því yfir að það hafi ekki efni á að styrkja líknarstarf og önnur góð málefni. Átakið ‘Karlmenn og krabbamein’ er gott málefni og á skilið fjárstuðning. Mig setti þó hljóða þegar ég sá að einungis 2,2 af þeim 50 milljónum sem söfnuðust í fyrra runnu til rannsókna og heilar 30 milljónir runnu til átaksins sjálfs.
Stal amma hönnun Baldrúnar og Rebekku eða stálu þær frá ömmu?
Þegar ég var lítil prjónaði amma Hulla æðislega barnavettlinga. Þeir voru með klukkuprjónssmokk sem náði nógu hátt upp á upphandlegginn til að engin hætta væri úlnliðurinn væri óvarinn milli vettlings og úlpuermar og nógu víður til að hægt væri að nota hann utan yfir peysuermi. Halda áfram að lesa
Stal amma hönnun Baldrúnar og Rebekku eða stálu þær frá ömmu?
Þegar ég var lítil prjónaði amma Hulla æðislega barnavettlinga. Þeir voru með klukkuprjónssmokk sem náði nógu hátt upp á upphandlegginn til að koma í veg fyrir að úlnliðurinn væri óvarinn milli vettlings og úlpuermar og nógu víður til að hægt væri að nota hann utan yfir peysuermi. Halda áfram að lesa
Hreyfing er ofmetin
Þrátt fyrir trúleysi mitt vil ég að lífið þjóni tilgangi. Ég veit betur, en til þess að líða vel, þarfnast ég þeirrar blekkingar að ég skipti máli. Þegar mér mistekst að viðhalda blekkingunni verð ég óhamingjusöm um tíma. Ef óhamingjan endist lengur en viku, bregst aldrei að einhver gefi mér óumbeðið heillaráð og alltaf er ráðið alltaf hið sama; ‘hreyfðu þig meira’. Semsagt, þegar manni finnst valið standa á milli þess að vera Martin Lúter King eða ganga fyrir björg til að hreinsa heiminn af einu ömurlegu múgmenni, þá er nú góð lausn að fara út að skokka. Halda áfram að lesa
Hversu langt nær þagnarskylda?
Starfsfólk stofnana er bundið þagnarskyldu og lendir stundum í vandræðum með að svara fyrir sig þess vegna. Fólk sem á samskipti við stofnanir getur sagt sína hlið á sögunni í fjölmiðlum en starfsfólk, t.d. barnaverndarnefnda, sjúkrastofnana, skóla o.s.frv. getur ekki útskýrt það sem kann að vanta á söguna eða einu sinni leiðrétt rangfærslur, án þess að brjóta trúnað. Halda áfram að lesa
Forvirkar rannsóknarheimilidir á Svandísi
Ég biðst afsökunar á því að hafa fagnað því þegar Ögmundur tók við embætti mannréttindaráðherra. Ég taldi að hann myndi vinna ötullega að mannréttindamálum enda hefur hann alltaf gefið sig út fyrir að vera mannréttindasinnaður. Mér skjátlaðist.