Leiðrétting á orðum mínum í Silfrinu

Feministahlutinn af viðtalinu er kominn inn á yourtube, þakka þeim sem klippti.

Mér urðu á ein mistök í þessu viðtali, ég sagði að viðhorfskönnunin hefði komið út í janúar 2011 en átti við janúar 2012. Klámbæklingurinn kom út í mars á þessu ári.

Einhverstaðar sá ég umræðu þar sem ákveðinn misskilningur kom fram, semsagt sá að viðhorfskönnunin sem ég vísa til sýndi að 2% hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni en ekki 0,2%. Hér er um að ræða 2% af 9%. Halldóra nokkur Gunnarsdóttir starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, en hún er einnig leiðbeinandi höfundar klámbæklingsins, og í ritsjórn hans. Einar Steingrímsson hafði samband við hana og spurði út í þetta og Halldóra staðfesti að það væri rétt skilið að tölurnar táknuðu að ca 0,2% hefðu upplifað líkamlega kynferðisáreitni og innan við 0,3% hefðu upplifað kynferðisáreitni í orðum.

Ég tek fram að það er alveg hugsanlegt að viðhorfskönnunin gefi ekki rétta mynd en á meðan engar aðrar upplýsingar liggja fyrir en þær að innan við þrír af hverjum þúsund starfsmönnum Reykjavíkurborgar finni fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni, þá finnst mér ástæða til að spyrja hversvegna þeir sem eiga að standa vörð um mannréttindi leggi ofuráherslu á að leita að klámi.

Sameiningartákn þjóðarinnar

Dómgreindarlaus banani hyggst bjóða sig fram til embættis forseta lýðveldisins.

„Ja maður er svona búinn að vera að aka fullur og gera allskonar rósir í tómu dómgreindarleysi og um að gera að taka ruglið yfir á næsta stig og kýla á forsetakosningar“ sagði bananinn í samtali við Pistilinn.

Helstu kosningaloforð bananans eru að verða sameiningartákn þjóðarinnar, að nýta málskotsréttinn í öllum komandi bankahrunum, fara aldrei í barneignarfrí og taka aldrei fyrirtíðarspennukast í opinberum veislum. Auk þess ætlar hann að taka fyrir lausagöngu gæludýra forsetamaka á milli bíls og bæjar.

banani

Kjósandi vottar sameiningartákni þjóðarinnar virðingu sína
á framboðsfundi í Nauthólsvík í dag

Tell Your President

Ætlaði að henda útprentun af þessari bókarlufsu um dvölina í Palestínu í fráfarandi forseta í þessari Íslandsferð en hann er búinn að liggja í flensu greyskarnið og er svo að fara vestur á Ísafjörð í fyrramálið. Ég fæ samt að fleygja henni inn á borð hjá Örnólfi á morgun. Halda áfram að lesa

Ópólitískur forsetaframbjóðandi í leðjuslag

Forsetaframboð einhvers ópólitísks sjónvarpsmanns er í uppnámi, þarsem hann gleymdi hvar hann faldi páskaeggin.

„Hugmyndin var að skrifa framboðsræður upp úr málsháttunum og móta þannig heildstæða stefnumörkun í sjálfbærri menningarþróun á lýðræðisgrundvelli, en nú erum við búin að leita að páskaeggjunum síðan á sunnudagsmorgun og þau bara finnast ekki“ sagði frambjóðandinn í samtali við Pressuna

jólasveinar

jólasveinar Hurðaskellir og hinn frambjóðandinn velta sér upp úr gúanói í fjörunni við Álftanes nú í morgun.

Frambjóðandinn er þó síður en svo af baki dottinn og hefur nú skorað á aðra frambjóðendur í leðjuslag. Tók hann þokkalega á frambjóðandandanum Hurðaskelli nú í morgun. Hurðaskellir hefur sem kunnugt er þreytt leðjuslag margsinnis áður en fengið útihurðina beint í smettið þegar hann bankaði upp á á Bessastöðum til að komast í sturtu eftir slaginn.

 

Hvaða hæfileika þarf forseti að hafa?

Ég get hugsað mér skilvirkara stjórnarfar en lýðræði og ef ég tryði á fyrirbærið „fullkomin manneskja“ þá vildi ég taka upp menntað einræði. Gallinn er sá að jafnvel þótt til kunni að vera manneskja sem engin hætta er á að misnoti slíkt vald hefur sú hin sama sennilega nógu mikla óbeit á fáræði til þess að vera  ófáanleg til að gegna slíkri stöðu. Þessvegna vil ég sem mest lýðræði, enda þótt fólk sé að jafnaði vanhæft, því ég held að vanhæfni margra jafningja sé minna skaðleg en vanhæfni eins yfirboðara. Halda áfram að lesa