Heil appelsína er miklu óhollari en hálf

Maður þarf ekki að vera vel að sér í næringarfræði til þess að giska á að það sé vond hugmynd að ala börn (eða fullorðna ef því er að skipta) eingöngu á orkuríku og/eða mjög einhæfu fæði. Og nei, ég vil ekki að skólamötuneyti bjóði upp á franskar og pizzu daglega. En hvað í fjandanum á þetta að þýða? Halda áfram að lesa

Ríkisreknar hófsemdarbúðir?

Þetta er alveg ágætt framtak hjá Krónunni en því miður er það nú svo að nánast allar tilraunir til að stjórna neyslu almennings fara út um þúfur. Þeir sem innleiddu „nammidaga“ ætluðust til að fólk sleppti sælgætisáti hina dagana. Í staðinn varð laugardagsnammið að viðbót. Fínt að hafa þessi viðmið en ég efast um að þeir sem hingað til hafa rétt börnum sínum 400 gramma nammipoka með morgunsjónvarpinu séu neitt líklegir til að segja þeim að núna fái litla systir sem er fimm ára bara átta mola en stóri bróðir sem er átta ára fái þrjá til viðbótar. Halda áfram að lesa

Innst inni …

Feitabollan sívinsæla Sigurjón digri, gekkst í dag undir skurðaðgerð á stórutá. Mun ástæðan vera sú að látinn tvíburabróðir Sigurjóns, Gúllimann gildi, hafði tekið sér bólfestu í aukatá sem Sigurjóni hafði vaxið hin síðari ár og var tekinn upp á því að éta í gegnum hann.

„Innst inni hef ég aðeins tíu tær en Gúlllimann var farinn að vaxa út úr stórutá. Ég hefði  sko samt alveg leyft Gúllimann bróður að hanga á löppinni ef hann væri ekki svona helvíti ódannaður í veislum. Það er svolítið svona ósmekklegt að vera með lappirnar uppi á borði í fermingarveislum og hann tók engu tiltali, þannig að það var ekki um annað að ræða en að kötta á hann“ sagði Sigurjón í viðtali við Pistilinn.

Sigurjón segist þrátt fyrir allt vera þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Gúllimann en hann náði upphaflega sambandi við hann í gegnum samskiptavefinn facebook sem að sögn Sigurjóns virkar mun betur en andaglas.

táneglurSigurjón digri gekk undir nafninu Grjóni spaghetti áður en Gúllimann bróðir tók upp á því að neyða hann til að gúlla í sig mat. Hér eru þeir bræður í náttfatapartýi og búnir að éta gestgjafann út á gaddinn.

Grill

„Og hvað er helst í fréttum á Íslandi, svona fyrir utan forsetaframboðið?“ spurði gesturinn kurteislega og handlék grillspjótið.

Ég hugsaði mig aðeins um. Sagði honum svo að Ríkissjónvarpið hefði talið það helst fréttnæmt að fáráður nokkur hefði látið flytja 25 tonna grjót á milli landshluta. Halda áfram að lesa

Stóri bróðir allsstaðar

Einu sinni var breskur njósnari sem hét Mark Kennedy. Eitt verkefna hans var að villa á sér heimildir, bregða sér í líki umhverfisverndarhippa og fylgjast með aðgerðum friðsamrar hreyfingar sem beitti beinum aðgerðum í andófi sínu gegn yfirtöku  stóriðjufyrirtækja á náttúru Íslands. Halda áfram að lesa