Einkalíf í rusli

Ég var umhverfisvæn. Og græn. Hafði skolað fernur og krukkur,  safnað umbúðum  saman í eldhússkápunum og gert mér sérstaka ferð með ruslið á eldurvinnslustöð í tvö ár. Í einni ferðinni reyndist svo einn gámurinn vera fullur og ég sneri mér til starfsmanns og bað um leiðbeiningar. Hann sagði mér að ég gæti bara sett kassann þar sem mér hentaði því þessu væri öllu blandað saman og urðað. Halda áfram að lesa

Lágstemmdi lögmaðurinn

Ríkissaksóknari vísaði máli Egils Einarssonar frá og þar sem almenningur veit ekki rassgat um málið þjónar kannski litlum tilgangi að velta fyrir sér réttmæti þessarar frávísunar. Í morgun sá ég umræður á DV (ég sé þær ekki lengur svo DV hefur væntanlega afmáð ummælin) þar sem m.a. kom fram að þótt málið væri ekki metið ákæruhæft bæri ekki að skilja það svo að ekkert refsivert hefði komið fram, það væri bara ekki nóg til sakfellingar. Mér finnst þetta einkennileg hugmynd. Ef sönnun um eitthvað refsivert finnst, þá dugar hún væntanlega til sakfellingar eða hvað? Halda áfram að lesa

Eru sex máltíðir á dag töfratrix?

Önnur kenning sem ég hef margrekist á síðustu daga er sú að til þess að grennast sé best að borða oft og lítið í einu. Sex litlar máltíðir á dag, frekar en þrjár stórar. Sjálf borða ég 10 -12 sinnum á dag svona venjulega, (ég borða t.d. ávexti yfirleitt í þremur áföngum) en ef mér finnst ég orðin of feit borða ég ekki nema 3-4 sinnum. Sleppi semsagt kexi, nammi og ávöxtum nema þeir séu hluti af máltíð. Ég lofa því ekki að það virki til þess að léttast mikið en 1-2 kíló fjúka nokkuð auðveldlega með því að borða sjaldnar og sleppa sósum. Halda áfram að lesa

Heilbrigðisbull

Voðalega leiðist mér þessi þvæla.

1. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt. Ef þú finnur ekki hjá þér þörf fyrir morgunmat, slepptu honum þá bara. Taktu með þér nesti ef þú þekkir sjálfan þig að því að troða kleinuhring eða hverju sem tönn á festir í andlitið á þér um leið og þú finnur til hungurs. Halda áfram að lesa

Nei, því miður

UT81PuBXjhXXXagOFbXjAllar 350 skóbúðirnar í miðborg Glasgow eru troðfullar af sandölum sem allir eiga það sameiginlegt að vera með sóla á þykkt við flatkökur og álíka sveigjanlega og ofnplötur. 90% þeirra eru auk þess alsettir pallíettum, glerperlum og plastblómum. Í dag fann ég loksins það sem mig vantaði en áður fór ég í ekki færri en 20 skóbúðir og ég er ekki að grínast; neðangreint samtal er ekki einu sinni fært í stílinn.

Afgreiðslustúlkan: Get ég aðstoðað?
Eva: Það vona ég. Ég er að leita að sandölum sem eru ekki með neinu glitrandi skrauti og betri botni en þessir hérna. Það þarf að vera hægt að ganga á þeim.
Afgreiðslustúlkan: Því miður erum við ekki með neina skó sem hægt er að ganga á.

Til hvers að aðlagast menningunni?

Ég ólst upp á Íslandi, er kennd við föður minn og þekki Hallgrímskirkju og Geysi á myndum. Ég er ljós yfirlitum, hef prjónað lopapeysur og mér finnst saltkjöt gott. Tala íslensku betur en önnur mál. Það eru þessi atriði ásamt langfeðgatali og íslensku vegabréfi sem ég hef í huga þegar ég segist vera Íslendingur. Hvort ég hef nokkurntíma verið vel aðlögðuð íslensku samfélagi er hinsvegar umdeilanlegt og hvað merkir það í raun? Hvernig hegðar vel „aðlagaður“ Íslendingur sér? Hver er munurinn á þeim sem er almennt frekar  andfélagslegur og þeim sem er ekki Íslendingslegur í hátterni og hugsun? Halda áfram að lesa